Morgunn - 01.06.1967, Qupperneq 10
4
MORGUNN
ávinning, að menn láta ekki trúarlega hleypidóma hefta sig
og svipta sig andlegu sjálfstæði og frelsi. Og ég lít á það sem
blessun, að menn afþakki leiðsögu í þessum efnum frá sálar-
fræði, sem segist ekki til þess vita, að til sé nokkur sál.
Hitt er svo aftur sjálfsagt mál, að engan veginn eru allir
þess umkomnir, að vega rökin með og móti ódauðleika. Enda
mun á flestum sviðum mannlegrar þekkingar svo, að það
sem einum eru fullnægjandi rök, verða öðrum ófullnægjandi
með öllu. Svo reyndist, þegar upprisufyrirbrigðin voru að
gerast í Jerúsalem. Og svo reynist enn í dag.
En að meina mönnum að spyrja, er fjarstæða. Fram hjá
því verður naumast gengið, að þegar Jesús sá sorg vina
sinna, voru einhver síðustu orð hans við þá þau, að brýna þá
til að gráta ekki, heldur spyrja: Hvert fer þú?
Sú er tízka, að fullyrða, að við þessari spurn sé ekkert
svar að fá. „Yfir dauðans djúp hefur enginn aftur komið“,
segja menn, og það menn, sem boða kristna trú. Átti sig
hver, sem getur, á því fyrirbæri.
Fyrir tæpum tveim áratugum andaðist hinn víðkunni
kirkjumaður og rithöfundur, Inge dómprófastur við Páls-
kirkjuna í Lundúnum. Á banabeði lýsti hann yfir því, að
hann hefði enga vissu fyrir þvi, að hann lifði líkamsdauðann,
og raunar enga von. Þessi víðkunni gáfumaður þóttist frjáls
að því að hafa sínar skoðanir á þessum efnum. Hann hafði
löngum farið sinar götur og lítt um það skeytt, hvað öðrum
kynni að sýnast. En er unnt að boða kristindóm á þessum
forsendum?
,,Þá er ónýt predikun vor og ónýt trú yðar“, sagði Páll
postuli, sem raunar var eftirlætisgoð hins viðkunna dóm-
prófasts.
Páli var ljóst, að þá er allur grundvöllur kristindómsins
hruninn, ef páskarnir reynast ekki það bjarg, sem örugg-
lega má byggja á. Og Páli var það einnig ljóst, að upprisa
Krists verður ekki skilin frá upprisu annarra manna. Ég
efa ekki, að Inge dómprófasti hafi verið alvara með því, sem
hann sagði á banabeði og víða flaug. Það er engum hægt að