Morgunn - 01.06.1967, Side 70
64
MORGUNN
geyma æðstu opinberun sannleikans, en það væri einnig
sannleika að finna í mörgum öðrum trúarbrögðum.
Að lokum var biskupinn að því spurður, hvort hann teldi
rétt, að biðja fyrir framliðnum. Biskup kvaðst biðja fyrir
þeim, engu síður en hinum, sem á lífi væru hér á jörð. Og
hann bætti því við, að hann væri sannfærður um, að hinir
látnu mundu einnig biðja fyrir sér.
Mundi nú ekki fara vel á því, að biskupar okkar, næst þeg-
ar þeir koma fram í sjónvarpið, ræddu um þessi mál og önn-
ur svipuð, sem snerta sjálfan kjarnann, en létu umbúðirnar,
hina ytri helgisiði og það, hvort biskup skuli vera berhöfð-
aður fyrir altarinu eða ekki, liggja á milli hluta, þangað til
réttir aðilar hafa um það gert lögmætar samþykktir. Ég er
á því, að fólkið mundi hafa meiri áhuga á, að hlusta á slíkar
umræður — og vonandi meira gagn líka.
Viðtal við forseta
Brezka Sálar-
rannsóknafélagsins.
Forseti Brezka Sálarrannsóknafélags-
ins, Sir Alister Hardy, sem er einn af
fremstu vísindamönnum Englands,
komst svo að orði nýlega í ávarpi, sem
hann flutti á fundi félagsins: „Sálarrannsóknirnar eru jafn
mikilvægar fyrir framtíð mannkynsins eins og allar vísinda-
legar uppgötvanir samanlagð-
ar, sem gerðar hafa verið á síð-
astliðnum þrjú hundruð árum.“
Og í bók sinni The Living
Stream (Straumur lífsins) segir
hann meðal annars:
,,Ef einum hundraðasta hluta
þess fjár, sem nú fer til líf-
fræðilegra rannsókna, yrði var-
ið til vísindalegra rannsókna á
trúarreynslu manna og sálræn-
um hæfileikum þeirra yfirleitt,
Sir Alister Hardy mundi sennilega ekki líða á