Morgunn - 01.06.1967, Qupperneq 77
MORGUNN
71
að gera hann að svo ótíndum bjána, að hann hefði látið
svik stelpunnar blekkja sig í þessa fjóra mánuði, og gefið
skýrslur sinar i góðri trú á það, að hin sviknu fyrirbæri
væru sönn. En þá vaknar nýtt vandamál, sem er í því fólgið
að skýra það, hvers vegna Crookes kýs að binda endi á þetta
heillandi ástarævintýri þegar um vorið og það einmitt á
þeim tíma, þegar hann hafði bezt tækifæri til þess að njóta
hinna óleyfilegu ásta, vegna þess að kona hans lá þá á sæng.
Nei! Sannleikurinn er sá, að fyrir öllum þessum ásökun-
um skortir ekki aðeins allar frambærilegar sannanir og rök,
heldur eru þær að öllu leyti svo ósennilegar, tortryggilegar
og ódrengilegar, að þær hljóta að vekja viðbjóð og fyrir-
litningu.
Skýrslur Sir Williams Crookes um rannsóknir hans á mið-
ilshæfileikum Florence Cook eru til prentaðar, og allir geta
átt þess kost að kynna sér þær, sem það vilja. Vel má vera,
að vísindamenn nútímans kunni að geta bent á eitt eða ann-
að í þeim skýrslum, sem beri þess vott, að þær rannsóknir
hafi ekki að öllu leyti verið svo fullkomnar, sem æskilegt
væri frá nútímasjónarmiði, enda orðnar meira en 90 ára
gamlar. Við slíka gagnrýni er vissulega ekkert að athuga,
sé hún á rökum reist.
Hitt er að minu áliti ósæmilegt, að reyna að svert minn-
ingu löngu látins manns og bera hann svikabrigslum, með
því að vekja upp gamlar slúðursögur, sem gjörsamlega
skortir sannanir fyrir. Og það er þess vegna, að ég geri
þetta mál hér að umtalsefni.