Morgunn - 01.06.1967, Qupperneq 44
38
MORGUNN
inga um það, að hin látna móðir Tennants hafi heitað Wini-
fred og að hún hefði verið hinn frægi miðill, sem gekk undir
dulnefninu frú Willett. Síðan hefði hún tekið að stúdera af
kappi allt það, sem til var á prenti um miðilsstörf hennar
og hinar umfangsmiklu rannsóknir og tilraunir í sambandi
við þau.
En áður en þessu er slegið föstu og því trúað eins og nýju
neti, virðist mér ekki ógætilegt að athuga fyrst líkurnar
fyrir því og rökin, ef nokkur eru, fyrir sannleiksgildi svo
alvarlegra ásakana.
Staðreyndirnar eru í stuttu máli þessar:
1. Salter, ritari Brezka Sálarrannsóknafélagsins, skrifar G.
Cummins bréf dags. 7. ágúst 1957, þar sem hann spyrst
fyrir um það, hvort hún vilji reyna að ná sambandi við
látna konu, en syni hennar leiki mjög hugur á að fá ein-
hver boð frá henni. Hann nafngreinir hvorki soninn né
heldur móðurina.
2. Þegar G. Gummins fær þetta bréf, er hún stödd í sumar-
bústað á Irlandi hjá vinkonu sinni. Þaðan sendir hún
Salter línu, sennilega um miðjan ágúst, þar sem hún tek-
ur því vel að reyna þetta, eftir að hún sé komin heim
til sín.
3. Þessu bréfi svarar Salter 22. ágúst. En það bréf fær G.
Cummins ekki fyrr en hún kemur heim til sín fimm dög-
um síðar, eða 27. ágúst. Þá fyrst fær hún að vita nafnið
á hinum unga manni, er þráði að fá samband við móður
sína. Nú kynni einhver að spyrja: Hvers vegna segir
Salter henni í bréfinu, að sonur þessarar konu heiti A.
H. S. Tennant? Auðvitað vegna þess, að hjá því varð
ekki komizt. Ef þú ættir móður úti í Danmörku, en vissir
ekki hvar hún dveldi þar, og bæðir því kunningja þinn
hér að reyna að koma þér í samband við hana, vegna
þess að hann þekkti aðra konu í Kaupmannahöfn, sem
kynni að geta haft upp á henni, hvað mundi þá blessuð
konan í Kaupmannahöfn segja, ef ekki stæði annað um