Morgunn - 01.06.1967, Qupperneq 82
76
MORGUNN
meðalveg, líkt og þegar verið er að komast að samkomulagi
með þeim, sem sundurlausar skoðanir hafa. Sannleikurinn
krefst þess afdráttarlaust, að hans rödd ráði úrslitunum í
sál okkar.
Aðalfundur félagsins var haldinn 4. maí síðastliðinn. For-
maðurinn, Guðmundur Einarsson, gerði grein fyrir störf-
um félagsins á árinu og gjaidkerinn, Magnús Guðbjörnsson,
las og skýrði reikninga félagsins fyrir árið 1966. Hagur fé-
lagsins er mjög góður. Tekjuafgangur varð að vísu nokkru
minni en árið áður eða rúmlega kr. 35.000.00, og eignir fé-
lagsins í árslok 1966 um 997.000.00 krónur.
I sambandi við útgáfu tímaritsins Morguns er rétt að geta
þess, að á reikningunum 1965 og 1966, eru áskriftargjöld
ritsins þau, sem greidd voru af félagsmönnum, færð á tekju-
lið, sem árgjöld, vegna þess að þau voru innheimt með félags-
gjöldunum. Þessi liður nam á árinu 1966 nær 36.000.00 krón-
um. Er því raunverulegur halli á útgáfu Morguns tæplega
kr. 8.000.00, í stað kr. 43.000.00, svo sem tilfært er á rekst-
ursreikningi. Á síðastliðnu ári hefur áskrifendum að Morgni
fjölgað um nær 200. Eru því allar horfur á því, að tímaritið
geti borið sig á næsta ári. Hefur og áskriftarverð þess verið
hækkað iítilsháttar, eða i kr. 100.00. Samt sem áður er hann
ódýrasta tímaritið á landinu, að ég hygg.
Nokkrar breytingar á lögum félagsins voru einróma sam-
þykktar á fundinum. Er sú veigamest, að horfið var frá því
að kjósa 12 manna fulltrúaráð, svo sem gert hefur verið
nokkur undanfarin ár. En það kaus aftur þriggja manna
stjórn fyrir félagið, og skyldi einnig vera henni til ráðu-
neytis um öll meiri háttar mál. Reynslan sýndi, að erfitt var
að ná þessum mörgu fulltrúum saman á fundi, og reyndist
því þetta fyrirkomulag þungt og örðugt í vöfum. Fyrir því
var ákveðið að breyta til þannig, að aðalfundur kjósi 5
manna stjórn fyrir félagið, og gangi 2 úr stjórninni annað
árið, en 3 hitt. Stjórnin velur sér síðan formann, ritara og
gjaldkera.