Morgunn - 01.06.1967, Síða 14
8
MORGUNN
þetta óumflýjanlega dynur yfir, þá er ennþá erfiðara að taka
því með fullri ró og stillingu. Manni finnst það ósanngjarnt
og ranglátt, að þessu skuli haldið svona vendilega leyndu.
Fyrir vikið er maður jafnan óviðbúinn komu dauðans, og
það vekur ótta við dauðann. Það má segja, að dauðinn læð-
ist aftan að manni eins og þjófur eða ræningi. Og þar er eng-
in miskunn, enginn frestur til þess að Ijúka því, sem maður
ætlaði sér eða ganga frá dótinu sínu. Það kostar árvekni og
stöðuga aðgæzlu alla ævina, ef maður ætlar stöðugt að vera
viðbúinn dauðanum, en vanræksla þess kostar það, að dauð-
inn kemur að manni óviðbúnum. Hér er úr vöndu að ráða,
þar sem maður hvorki getur búið sig nægilega undir dauð-
ann, né heldur má hann við því að vanrækja það.
Rétt er að gera sér grein fyrir því, að vandamál dauðans
er nokkuð sérstakt að því er manninn snertir. Jurtirnar og
dýrin virðast ekki gera sér neina grein fyrir dauðanum. Þau
eru hluti af náttúrunni sjálfri, og bæði iíf og dauði heyra
henni til. Þau líta ekki á líf sitt, sem einhverja meðvitandi
séreign, sem þau ekki vilja missa fyrir nokkurn mun. Mað-
urinn aftur á móti hefur öðlazt einstakiingsvitund, og grein-
ir sig þar með frá heildinni.
Það er vegna sjálfsvitundarinnar, að maðurinn tekur að
leggja kapp á að verja og varðveita allt það, sem hann telur
vera sína sérstöku eign. Og hann fer að vantreysta náttúr-
unni og umhverfinu vegna þess að þetta geti rænt hann eign
sinni. Þannig kemst hann í varnaraðstöðu bæði meðvitandi
og ómeðvitandi. Hann finnur, að vöxtur hans og þroski er
kominn undir hæfileikum hans sjálfs til þess að verja ein-
staklingsbundna tilveru sína. Þess vegna þráir hann að ná
valdi yfir þeim vilja, sem heiminum stjórnar. Þess vegna
vill hann geta séð fyrir það, sem gerist, og þar með fengið
vald yfir því, svo að það fái síður skaðað hann og ógnað til-
veru hans. En dauða sinn getur hann ekki séð fyrir. Þess
vegna óttast hann dauðann. Þrá hans verður því að sigra
vald dauðans, því með því móti yrði hann sigurvegari alls
heimsins.