Morgunn - 01.06.1967, Side 53
MORGUNN
47
mínu, þó engin ljósglæta gæti komizt þar. Ég hélt þetta væri
vitleysa, þó ég horfði stöðugt á það. Það var líkast konu í
hvítum náttkjól, er sæti þar á hækjum sínum. Er ég kom
yfir að þilinu, ætlaði ég að taka á þessu, en greip í tómt.
Um leið fylltist ég ofsahræðslu. Ég hentist til baka inn í
herbergið, sem ég kom úr og út að glugga. Er ég sagði frá
hvað fyrir mig hafði borið, hlógu þau að mér. Þau buðu
mér þó ljós, en ég þáði það ekki. Ég fór öðru sinni í myrkr-
inu og sá þá ekkert og varð einskis var, en svaf vel. Daginn
eftir kom símskeyti frá Lækjamóti, sent frá Vífilsstöðum,
um það, að unglingsstúlka, sem hafði farið suður um vorið,
hefði látizt sama kvöldið og ég sá sýnina. Koffort, sem hún
átti, og annað dót, var einmitt við þilið, þar sem ég ætlaði
að taka á verunni.
Draumur.
Veturinn 1936—1937 dreymdi mig, að ég væri mikið veik-
ur. Ég kvaldist ákaflega, og mér fannst ég ekki geta haldið
þetta út, ég hlyti að deyja. Ég var ákaflega hræddur við
dauðann, reyndi að spyrna á móti af öllum lífs og sálar kröft-
um. En það kom fyrir ekki, — og svo var allt horfið.
En svo rankaði ég við mér, og fann ekkert til. Ég vissi, að
ég var skilinn við, og var kvíðandi yfir því, sem við tæki.
Ég mundi allt mitt líf, mundi öll skammastrikin og illar
hugsanir, og sá eftir því. Ég var nær vonlaus um, að komast
til Himnaríkis.
Þó fannst mér, að ég hefði verið bezta skinn í aðra rönd-
ina, og það hlyti að verða tekið tillit til þess, sem ég hefði
gert vel. Ég mundi einnig, að Guð þekkir hugrenningamar,
og vonaði að hann sæi aumur á mér, ef ég sýndi vott um iðr-
un. Ég var því að reyna að bera mig aumingjalega, ætlaði
að leika á hann með því.
Ég var staddur í einhverju farartæki, á leið til dómsins.
Það voru bekkir fram með hliðunum, eins og í gömlu strætis-
vögnunum. Þetta virtist fara með ofsahraða, en þó fannst
engin mótstaða, það virtist hvorki fara á láði né legi.