Morgunn


Morgunn - 01.06.1967, Blaðsíða 53

Morgunn - 01.06.1967, Blaðsíða 53
MORGUNN 47 mínu, þó engin ljósglæta gæti komizt þar. Ég hélt þetta væri vitleysa, þó ég horfði stöðugt á það. Það var líkast konu í hvítum náttkjól, er sæti þar á hækjum sínum. Er ég kom yfir að þilinu, ætlaði ég að taka á þessu, en greip í tómt. Um leið fylltist ég ofsahræðslu. Ég hentist til baka inn í herbergið, sem ég kom úr og út að glugga. Er ég sagði frá hvað fyrir mig hafði borið, hlógu þau að mér. Þau buðu mér þó ljós, en ég þáði það ekki. Ég fór öðru sinni í myrkr- inu og sá þá ekkert og varð einskis var, en svaf vel. Daginn eftir kom símskeyti frá Lækjamóti, sent frá Vífilsstöðum, um það, að unglingsstúlka, sem hafði farið suður um vorið, hefði látizt sama kvöldið og ég sá sýnina. Koffort, sem hún átti, og annað dót, var einmitt við þilið, þar sem ég ætlaði að taka á verunni. Draumur. Veturinn 1936—1937 dreymdi mig, að ég væri mikið veik- ur. Ég kvaldist ákaflega, og mér fannst ég ekki geta haldið þetta út, ég hlyti að deyja. Ég var ákaflega hræddur við dauðann, reyndi að spyrna á móti af öllum lífs og sálar kröft- um. En það kom fyrir ekki, — og svo var allt horfið. En svo rankaði ég við mér, og fann ekkert til. Ég vissi, að ég var skilinn við, og var kvíðandi yfir því, sem við tæki. Ég mundi allt mitt líf, mundi öll skammastrikin og illar hugsanir, og sá eftir því. Ég var nær vonlaus um, að komast til Himnaríkis. Þó fannst mér, að ég hefði verið bezta skinn í aðra rönd- ina, og það hlyti að verða tekið tillit til þess, sem ég hefði gert vel. Ég mundi einnig, að Guð þekkir hugrenningamar, og vonaði að hann sæi aumur á mér, ef ég sýndi vott um iðr- un. Ég var því að reyna að bera mig aumingjalega, ætlaði að leika á hann með því. Ég var staddur í einhverju farartæki, á leið til dómsins. Það voru bekkir fram með hliðunum, eins og í gömlu strætis- vögnunum. Þetta virtist fara með ofsahraða, en þó fannst engin mótstaða, það virtist hvorki fara á láði né legi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.