Morgunn - 01.06.1967, Side 57
MORGUNN
51
steig af baki á hlaðinu og tyllti sér á börðusteininn. Katrín
húsfreyja kom út og bauð henni þegar inn, en þær voru góð-
ar vinkonur. Þá svarar Ingunn: „Nei, nú má ég ekki slóra,
því eitt barnið datt á hlaðrústinni og fótbrotnaði. Ég þarf að
flýta mér heim til að binda um brotið.“ Og hélt þegar af stað.
Frá þessu sagði Katrín, eftir að hafa sannfærzt um, að
Ingunn hafði haft rétt að mæla, og virtist beinlínis hafa séð,
er bam hennar fótbrotnaði. Er þó milli Urriðavatns og
Skeggjastaða langur vegur eða rúmir 20 kílómetrar.
Drukknun Jóns og Einars.
Þau Oddur og Ingunn áttu son þann, er Jón hét, og þótti
hann af öðrum bera að atgervi og dugnaði. Hann reisti ung-
ur bú að Meðalnesi. Er svo sagt, að þegar Jón fluttist að
Meðalnesi, hafi móðir hans gengið með honum út í hlað-
varpann og sagt við hann, um leið og þau kvöddust: „Mundu
mig um það, Jón, að fylgja engum yfir Lagarfljót, þótt þú
verðir beðinn um það.“
Ári síðar var það um vetur, að Ingunn gekk út seint um
kvöld að sækja þvott. Er henni mjög brugðið, er hún kemur
inn og segir: „Nú hefur illa tekizt til á Lagarfljóti í dag, því
þar hafa drukknað tveir menn. Annan sá ég greinilega, og
er það Einar bróðir Sölva í Hrafnsgerði. Hinn sneri við mér
baki svo sem vildi hann dyljast, og veit ég því, að hann er
mér vandabundinn.“
Morguninn eftir kom sendimaður að Skeggjastöðum með
þau tíðindi, að daginn áður hefðu drukknað í Lagarfljóti
Einar sá, sem áður er nefndur, og Jón bóndi í Meðalnesi,
sonur Ingunnar. Hafði Einar verið að sækja meðöl til Gutt-
orms prófasts í Vallanesi, og beðið Jón að fylgja sér yfir
fljótið. Vatn var á ísnum og undir sól að sjá. Höfðu þeir
gengið í opna vök, skammt frá svonefndu Æðaskeri, og
drukknuðu þar báðir.
Er þetta skráð eftir sögn Guðnýjar Eyjólfsdóttur árið
1905, en þá var hún 85 ára gömul. Hafði Ingunn sjálf sagt
henni frá þessum atburði og sýninni í sambandi við hann.