Morgunn


Morgunn - 01.06.1967, Qupperneq 57

Morgunn - 01.06.1967, Qupperneq 57
MORGUNN 51 steig af baki á hlaðinu og tyllti sér á börðusteininn. Katrín húsfreyja kom út og bauð henni þegar inn, en þær voru góð- ar vinkonur. Þá svarar Ingunn: „Nei, nú má ég ekki slóra, því eitt barnið datt á hlaðrústinni og fótbrotnaði. Ég þarf að flýta mér heim til að binda um brotið.“ Og hélt þegar af stað. Frá þessu sagði Katrín, eftir að hafa sannfærzt um, að Ingunn hafði haft rétt að mæla, og virtist beinlínis hafa séð, er bam hennar fótbrotnaði. Er þó milli Urriðavatns og Skeggjastaða langur vegur eða rúmir 20 kílómetrar. Drukknun Jóns og Einars. Þau Oddur og Ingunn áttu son þann, er Jón hét, og þótti hann af öðrum bera að atgervi og dugnaði. Hann reisti ung- ur bú að Meðalnesi. Er svo sagt, að þegar Jón fluttist að Meðalnesi, hafi móðir hans gengið með honum út í hlað- varpann og sagt við hann, um leið og þau kvöddust: „Mundu mig um það, Jón, að fylgja engum yfir Lagarfljót, þótt þú verðir beðinn um það.“ Ári síðar var það um vetur, að Ingunn gekk út seint um kvöld að sækja þvott. Er henni mjög brugðið, er hún kemur inn og segir: „Nú hefur illa tekizt til á Lagarfljóti í dag, því þar hafa drukknað tveir menn. Annan sá ég greinilega, og er það Einar bróðir Sölva í Hrafnsgerði. Hinn sneri við mér baki svo sem vildi hann dyljast, og veit ég því, að hann er mér vandabundinn.“ Morguninn eftir kom sendimaður að Skeggjastöðum með þau tíðindi, að daginn áður hefðu drukknað í Lagarfljóti Einar sá, sem áður er nefndur, og Jón bóndi í Meðalnesi, sonur Ingunnar. Hafði Einar verið að sækja meðöl til Gutt- orms prófasts í Vallanesi, og beðið Jón að fylgja sér yfir fljótið. Vatn var á ísnum og undir sól að sjá. Höfðu þeir gengið í opna vök, skammt frá svonefndu Æðaskeri, og drukknuðu þar báðir. Er þetta skráð eftir sögn Guðnýjar Eyjólfsdóttur árið 1905, en þá var hún 85 ára gömul. Hafði Ingunn sjálf sagt henni frá þessum atburði og sýninni í sambandi við hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.