Morgunn - 01.06.1967, Side 16
10
M O R G U N N
fundið einhverja vörn, enda þótt það geti reynzt bæði vanda-
samt og erfitt. En gagnvart þvi, sem hann ekki veit hvað er,
stendur hann uppi varnarlaus. Ef hið óþekkta kemur á eng-
an hátt í bága við það, sem við þekkjum, eða lætur það af-
skiptalaust, þá er það öldungis meinlaust. En fari svo, að
hið óþekkta heimti allt, sem við þekkjum og eigum, af okk-
ur, þá er okkar öryggi ekki orðið upp á marga fiska.
Hvaða gagn er að þessari jarðartilveru okkar, vísindum
og þekkingu, heimspeki og trú, ef hið óþekkta getur einn
góðan veðurdag plokkað þetta allt af okkur? Hvaða gagn
er að þessu lifi, ef engin leið er að ráða gátu dauðans, ef
ekki er unnt að draga þennan dularfulla óvin inn á svið
þekkingarinnar og geta þannig að einhverju leyti tekið í
lurginn á honum? Allt er undir því komið, að geta veitt hið
óþekkta í net þekkingarinnar. Þegar það hefur tekizt, er því
skipað niður á sinn stað í safnhúsi þekkingarinnar. Þetta
getur að vísu haft það í för með sér, að við verðum að ein-
hverju leyti að endurskoða fyrri þekkingu. Og um leið og
þetta hefur tekizt, að því er þekkingu dauðans snertir, höf-
um við öðlazt öryggi tilveru okkar, sem fullkomlega skortir
á meðan þetta óþekkta vald, sem við nefnum dauða, felur í
sér ógnun um það, að gleypa okkur með húð og hári, ef svo
mætti segja, og jafnvel gera okkur að engu.
Hinn trúaði maður leitar huggunar í kenningum trúar-
bragðanna um eilíft líf og eilífa sælu annars heims, án þess
að skilja hvað í því felst til nokkurrar hlítar. Menn þrá að
öðlast skilning á leyndardómi dauðans á þann veg, að lífið
haldi áfram, og þeim skilst, að ef þeim tækist að finna eitt-
hvað það, sem þeir þekkja og kannast við handan þess djúps
dauðans, sem enginn veitt neitt um, þá yrði hann ekki jafn
óttalegur og hann sýnist. Og um þetta framhald lífsins er
meira og minna fjallað í flestum trúarbrögðum.
Við þessa vitnisburði trúarbragðanna hefur nú verið bætt
vitnisburði vísindalegra rannsókna. Spurningin um fram-
haldslífið og svörin við henni eru að færast af sviði trúar-
innar og yfir á svið visindalegra rannsókna. Spíritisminn