Morgunn


Morgunn - 01.06.1967, Side 16

Morgunn - 01.06.1967, Side 16
10 M O R G U N N fundið einhverja vörn, enda þótt það geti reynzt bæði vanda- samt og erfitt. En gagnvart þvi, sem hann ekki veit hvað er, stendur hann uppi varnarlaus. Ef hið óþekkta kemur á eng- an hátt í bága við það, sem við þekkjum, eða lætur það af- skiptalaust, þá er það öldungis meinlaust. En fari svo, að hið óþekkta heimti allt, sem við þekkjum og eigum, af okk- ur, þá er okkar öryggi ekki orðið upp á marga fiska. Hvaða gagn er að þessari jarðartilveru okkar, vísindum og þekkingu, heimspeki og trú, ef hið óþekkta getur einn góðan veðurdag plokkað þetta allt af okkur? Hvaða gagn er að þessu lifi, ef engin leið er að ráða gátu dauðans, ef ekki er unnt að draga þennan dularfulla óvin inn á svið þekkingarinnar og geta þannig að einhverju leyti tekið í lurginn á honum? Allt er undir því komið, að geta veitt hið óþekkta í net þekkingarinnar. Þegar það hefur tekizt, er því skipað niður á sinn stað í safnhúsi þekkingarinnar. Þetta getur að vísu haft það í för með sér, að við verðum að ein- hverju leyti að endurskoða fyrri þekkingu. Og um leið og þetta hefur tekizt, að því er þekkingu dauðans snertir, höf- um við öðlazt öryggi tilveru okkar, sem fullkomlega skortir á meðan þetta óþekkta vald, sem við nefnum dauða, felur í sér ógnun um það, að gleypa okkur með húð og hári, ef svo mætti segja, og jafnvel gera okkur að engu. Hinn trúaði maður leitar huggunar í kenningum trúar- bragðanna um eilíft líf og eilífa sælu annars heims, án þess að skilja hvað í því felst til nokkurrar hlítar. Menn þrá að öðlast skilning á leyndardómi dauðans á þann veg, að lífið haldi áfram, og þeim skilst, að ef þeim tækist að finna eitt- hvað það, sem þeir þekkja og kannast við handan þess djúps dauðans, sem enginn veitt neitt um, þá yrði hann ekki jafn óttalegur og hann sýnist. Og um þetta framhald lífsins er meira og minna fjallað í flestum trúarbrögðum. Við þessa vitnisburði trúarbragðanna hefur nú verið bætt vitnisburði vísindalegra rannsókna. Spurningin um fram- haldslífið og svörin við henni eru að færast af sviði trúar- innar og yfir á svið visindalegra rannsókna. Spíritisminn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.