Morgunn - 01.06.1967, Blaðsíða 18
12
MORGUNN
réttmætt að spyrja: Ef maðurinn lifir líkamsdauðann, hvern-
ig er þá því lífi háttað?
Okkur er sagt, að lifið eftir dauðann sé framhald jarðar-
lífsins. Og enginn vafi er á því, að í því er fólgin mikil huggun
fyrir hvern þann, sem um þessi mál hugsar. En áframhald
tilveru eitt út af fyrir sig leysir ekki gátu dauðans. Hún
verður því aðeins leyst, að unnt sé að koma á sambandi á
milli heimanna, sambandi á milli efnisheimsins og þess til-
verusviðs, sem er hafið yfir efnið.
Einnig hér hafa sálarrannsóknimar mikið til málanna að
leggja. Segja má, að þær hafi grundvallað staðreynd fram-
haldslífsins svo að segja eingöngu á sambandinu við hina
látnu. Á miðilsfundum og með ýmsum öðrum tilraunum
hafa þeir, sem þessar rannsóknir stunda, fengið vitneskju
um einstök atriði, sem engum öðrum en hinum látna manni
gat verið kunnugt um. 1 þessum tilraunum hafa þeir getað
útilokað fjarhrif á milli lifandi manna, og komizt að þeirri
niðurstöðu, að allt bendi til þess, að um raunverulegt sam-
band við framliðna sé að ræða. En sú vitneskja, sem fengizt
hefur á miðilsfundum, er þó yfirleitt fremur óákveðin og al-
menns eðlis. Og á henni er sá galli, að hún þarf að fara króka-
leiðir í gegnum huga miðilsins.
Við verðum að hafa það í huga, að þegar rætt er um hið
æðra, andlega tilverusvið, þá er það enginn ákveðinn stað-
ur, heldur vitundarástand. Þeir dánu hafa ekki farið eitt-
hvað langt í burtu. Þeir eru hjá okkur, þótt við höfum yfir-
leitt ekki hæfileika til að skynja nálægð þeirra. Og vegna
þess, að þeir eru harla fáir, sem hafa vald á hinum æðri
hæfileikum vitundarinnar, svo sem f jarskyggni og f jarheyrn,
er hið beina samband við þá, sem látnir eru, svo að segja
ómögulegt, nema fyrir tiltölulega mjög fáa. Af þessum sök-
um er sambandið á milli heimanna flestum allsendis ófull-
nægjandi.
Við verðum að gera okkur Ijóst, að það er ekki nóg að
eitthvert framhald lífs sé til eftir dauðann. Það út af fyrir
sig leysir ekki gátuna miklu. Sambandið við þá, sem látnir