Morgunn - 01.06.1967, Page 56
Sveinn Víkingur:
Þættir af fjarskyggnu fólki
og forvitru
☆
IV. HLUTI
INGUNN DAVÍÐSDÓTTIK
Ingunn skyggna Davíðsdóttir var fædd árið 1773 og mun
hafa dáið árið 1834. Hún var gift Oddi Jónssyni frá Birnu-
felli og bjuggu þau að Skeggjastöðum í Fellum í N.-Múla-
sýslu. Henni er svo lýst, að hún var kona fríð sýnum, ekki
há en þrekvaxin. Hún var módökkeyg, hæglát í skapi og
fremur dul, vel greind og fróð, hjálpsöm við fátæka. Það,
sem hér verður sagt af fjarskyggni og forvizku Ingunnar,
er tekið úr Þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar, en er mjög
mikið stytt. (S. S.: Isl. þjóðsögur II, bls. 151-170).
Ærhvarfið.
Svo bar til á Skeggjastöðum vor eitt á sauðburði, að grá
ær tapaðist og fannst ekki, þótt smalinn leitaði hennar dag
eftir dag. Sneri hann sér til Ingunnar og bað hana ásjár.
,,Ég held, að ég sé jafnfróð um þetta og þú, en þó get ég
reynt að huga að því.“ Leið svo nóttin. Daginn eftir segir
Ingunn við smalann: „Nú sé ég hana Gránu. Hún er út og
norður hjá Þorkelsmel í Ormsstaðaheiðinni og hefur borið
gráum hrút.“
Þangað fór smalamaður, fann þar ána og grátt hrútlamb
hjá henni nýborið.
„Ég má ekki slóra.“
Einhverju sinni fór Ingunn niður í Borgarfjörð að finna
ættingja sína þar. Á heimleið reið hún heim að Urriðavatni,