Morgunn - 01.06.1967, Blaðsíða 80
Frá félagsstarfinu
☆
Á síðastliðnu starfsári hefur hagur Sálarrannsóknafélags
Islands verið með miklum blóma og starfssemi þess verið
meiri en undanfarin ár.
Félagsfundirnir hafa verið mjög vel sóttir, og hefur svo
raunar jafnan verið. Þar hafa erindi verið flutt jafnan um
þau mál, er sálarrannsóknir snertir, og auk þess verið þar
ýmislegt fleira til gagns og fróðleiks og skemmtunar.
Hafsteinn Björnsson miðill hélt þrjá skyggnilýsingafundi
á vegum félagsins. Var húsfyllir á þeim öllum, og munu færri
hafa komizt að en vildu. Skyggnilýsingagáfa Hafsteins er
bæði mikil og örugg, svo að varla skeiðar nokkru sinni, að
einhverjir fundargestanna kannist við lýsingar hans. Hann
er og undrasnjall að koma fram með nöfn þeirra, sem hann
lýsir og segir frá, jafnvel þótt látnir séu fyrir löngu, og úti-
lokað sé, að miðillinn hafi getað þekkt þá, á meðan þeir
lifðu, eða vitað deili á iífi þeirra eða látnum ættingjum. En
frá slíkum atvikum segir hann oft, og stundum með mikilli
návæmni.
Ennfremur fékk félagið hingað enskan miðil, að nafni
Horace Hambling, og hélt hann hér um 33 fundi. Margir
þessara funda voru aðeins fyrir litla hópa, 5-6 manns, en
aðrir voru f jöldafundir, haldnir í samkomuhúsum. — Sam-
kvæmt boði félagsins sátu nemendur Guðfræðideildar fund
hjá miðlinum. Þótti rétt að gefa þeim kost á að kynnast dul-
hæfileikum hans. Ennfremur var sérstakur fundur, sem sál-
fræðingum borgarinnar var boðið á, svo og fundur fyrir
blaðamenn.