Morgunn - 01.06.1967, Blaðsíða 31
MORGUNN
25
Rannsóknir dr. Wicklands — og raunar miklu fleiri — og
þar á meðal sá kafli bókar hans, sem ég hér að framan hef
gert að umtalsefni, virðist einnig sýna það, að afstaða okkar
til þessara mála geti einnig orðið harla afdrifarík fyrir okkur
í þeirri tilveru, sem við tekur, þegar jarðlífsskeið okkar er á
enda runnið.
Ég er gjörsamlega sannfærður um það, að ekkert mundi
geta valdið meiri straumhvörfum til heilla fyrir mannkynið
nú á dögum, né fremur stuðlað að betri sambúð og samskipt-
um bæði einstaklinga og þjóða, en efalaus sannfæring um
þá dýrlegu staðreynd, að lífið er sterkara en dauðinn, að
við erum ekki bara líkaminn, sem hrörnar og deyr, leysist
upp og verður að moldu, heldur fyrst og fremst sál, sem á í
vændum nýtt líf og nýja þroskamöguleika, nýja dýrð, sem
á okkur opinberast, eftir því sem þroski okkar sjálfra vex
til þess að veita henni viðtöku. Og forsmekk þeirrar dýrðar
finnum við þegar í þessu lífi, ef við höfum opin augun og
leggjum okkur fram til þess að ástunda og vilja hið góða,
fagra og fullkomna.
Að vísu er það léttast, að læra skoðun hinna, en lífsins
mikla krafa er eigi að síður þetta: Að nenna að hugsa sjálf-
ur. Þér nægir ekkert minna. Sú nauðsyn er brýnust, að leita
að hinu rétta.