Morgunn - 01.06.1967, Blaðsíða 50
44
MORGUNN
ar. Mér fannst, að nú yrði hlegið að þeim, sem léti slíka ein-
feldni heyrast á þessari vísinda og lærdómsins öld.
En það virðist sem þetta komi að gagni, hlýjar hugsanir
og fyrirbænir komi að gagni. Mér líður sjálfum betur, og
það, sem að mér sækir, róast og hverfur smám saman. Mér
finnst ég tala við það í huganum, og þá virðist það átta sig
og jafna. Stundum finnst mér þetta löngu liðnar manneskj-
ur, sem ég hafði engin kynni af.
En þó hefur það komið fyrir, að þetta hefur reynzt erfitt.
Einkum man ég eftir því í tvö skipti, að þetta olli mér mikl-
um erfiðleikum. Fyrra sinnið var það kona, sem dó mjög
snögglega úr óðatæringu á Vífilsstöðum, Hún var áður
hraust og lífsglöð, átti ung börn, sem hún annaðist svo, að
til fyrirmyndar var. Svo var einnig um heimili hennar. I
óráðinu var hún alltaf með hugann hjá börnunum sínum.
Svo var það eitt sinn, að ég lá vakandi í rúminu. Þá er
er konan allt í einu komin inn í vitund mína, mjög æst. Hún
virtist ekki vita, að hún væri dáin, og var að leita að börn-
unum sínum. Ég reyndi að beita öllu viljaþreki og góðvild,
reyndi að skýra hvernig högum hennar væri nú háttað, og
hvað henni bæri að gera. Ég bað fyrir henni í huganum.
Mér fannst hún róast, jafna sig, og skynja hugsanaflutn-
inginn frá mér. Ég hef ekki orðið hennar var síðan.
1 hitt skiptið var það hálfsystir mín, sem fyrirfór sér í
Hafnarfirði, fleygði sér í sjóinn. Hún var um tvítugt, og lífið
var henni sú kvöl, að hún gat ekki borið það. Hún kom til
mín í lifanda lífi nokkru áður. Hún virtist undir einhverjum
annarlegum áhrifum, en ekki brjáluð. Ég var þá svo, að ég
gat ekkert gert fyrir hana.
Svo var það eitt sinn, löngu síðar, að ég lá vakandi í rúm-
inu. Þá kom hún inn í vitund mína, bölvandi, ragnandi og
grátandi. Það var óskaplega ömurlegt. Ég fann, að ég var
að hverfa sjálfur, og veitti þó mótstöðu með öllum þeim
mætti, sem mér var mögulegur. Ég beitti öllu hugarafli, for-
tölum og fyrirbænum, sem mér var tiltækilegt. Þetta virtist