Morgunn - 01.06.1967, Blaðsíða 67
MORGUNN
61
andi. Síðan þreifaði hann um vasa sinn og ég sá, að honum
brá við. Þá flýtti hann sér fram í forstofuna og leitaði í vös-
unum á yfirfrakka sínum og sagði síðan: „Jú, mig vantar
peningaveskið mitt.“ Ég sagði honum, að það gæti hann sótt
á lögreglustöðina, og fyrr en ég hafði fengið tíma til að hugsa
mig um, var hann þotinn út úr húsinu.
Hann kom heim með veskið, og ég spurði hann, hve mikl-
ir peningar væru í því. Hann svaraði: „Það voru 665 krónur,
en 65 krónurnar fékk konan, sem fann veskið, í fundarlaun.“
665 krónur! Þetta var nákvæmlega upphæðin, sem mig
hafði dreymt um nóttina, að maðurinn minn hefði fundið.
„Voru þessir peningar í veskinu þínu í morgun?“ spurði ég
undrandi. — „Nei, þessa peninga hef ég verið að innheimta
fyrir líftryggingar í dag,“ svaraði maðurinn minn.
Helgidómur hjartans
1 þessum líkama, þessu musteri andans, er lítil kapella
eins og lótusblóm að lögun. 1 helgidómi hjartans er í raun-
inni hvorki hátt til lofts né vítt til veggja. Þó rúmast þar
bæði himin og jörð, sól og stjörnur — allt. Og það, sem þar
er inni, hrörnar ekki með líkamanum né deyr, þótt hann
deyi. Þetta er helgidómur hjartans. Þar býr okkar helgasta
þrá. Þar er okkar innri maður hafinn yfir hrörnun og dauða,
synd og sorgir, þorsta og hungur. Takmark hans og vilji er
eitt — sannleikurinn.
(Úr indversku).