Morgunn - 01.06.1967, Qupperneq 27
MORGUNN
21
var fyrir honum, stilltist hann og bað konu sína innilega
afsökunar á því að hafa valdið henni óþægindum og ótta.
Hann kvaðst nú þrá það mest, að fá betur áttað sig á um-
skiptunum, og læra þau lögmál, sem ríktu í þeirri tilveru,
sem hann væri fluttur í. Með því móti hefði hann einnig von
um það að geta orðið konu sinni til vemdar og hjálpar, en
um það vildi hann umfram allt geta orðið fær.
Skömmu seinna fór ekkjan aftur heim til New York. Brá
nú svo við, að eftir þetta var hún algjörlega laus við hin
óþægilegu áhrif frá hinum látna eiginmanni sínum.
En frá honum er það að segja, að eftir þetta kom hann
hvað eftir annað í samband á fundum þeirra Wickland-
hjónanna. Frá einum þeirra funda, þar sem hann talaði af
vörum frú Wickland, segir svo:
Jæja! Ég er kominn aftur. Og ég kom til þess að segja
ykkur, að ég er oft hjá ykkur. Núna nota ég líkama miðils-
ins til þess að geta talað. En ég er margoft hjá ykkur til
þess að hjálpa til við það góða verk, sem þið eruð að vinna.
Ég er alla tíð reiðubúinn til þess að aðstoða ykkur eftir
mætti, og ég fæ einnig að hjálpa mörgum hér, sem við erfið-
ieika eiga að stríða.
Ég er ykkur afskaplega þakklátur fyrir þá aðstoð, sem
þið hafið veitt mér. Án hennar hefði ég ekki getað áttað mig,
og það sem verst er, ég hefði haldið áfram að baka konunni
minni ótta og kvöl.
Ég var alinn upp á miklu bókstafstrúarheimili. Foreldrar
mínir voru svo ofstækisfull í þessum efnum, að þau for-
dæmdu alla þá, sem trúðu á annan veg en þau. Þau voru
sannfærð um, að þeirra trú væri hin eina rétta og að þeir,
sem ekki játuðu skilyrðislaust hina sönnu og heilnæmu kenn-
ingu, væru syndinni og sektinni og refsingunni ofurseldir.
Þetta varð til þess, að ég yfirgaf ungur æskuheimili mitt
fyrir fullt og allt. Og hér er einnig að finna orsök þess, að
ég gerðist trúleysingi, sneri baki við kirkjunni og forðaðist
að leiða hugann að trúmálum.