Morgunn - 01.06.1967, Page 35
Geraldine Cummins
og Willetts-bréfin
☆
Irska konan Geraldine Cummins er í hópi hinna allra
merkustu og afkastamestu ritmiðla aldarinnar. Eftir hana
hafa komið út fimmtán bækur, er hún telur sig hafa ritað
ósjálfrátt. Auk þess hefur hún ritað með venjulegum hætti
sjö bækur, og f jalla tvær þeirra um sálarrannsóknir. Einnig
hefur hún ritað bæði sögur og leikrit.
Enda þótt faðir hennar væri prófessor í læknisfræði við
háskóla í írlandi og systkini hennar nytu flest háskóla-
menntunar, varð hún einhvern veginn útundan, og má því
kallast sjálfmenntuð að öllu leyti. í lok heimsstyrjaldarinn-
ar síðari kynntist hún ungri og menntaðri stúlku í Dublin,
sem hafði nokkra miðilshæfileika, og léku þær sér að því í
frístundum að styðja gómunum á lítið þríhyrnt spjald, sem
runnið gat á hjólum um borðið, sem þær höfðu skrifað á
stafrófið. Með þessu móti stafaði fjölin bæði orð og setn-
ingar. Komst hún þá þegar að raun um, að hún hafði hæfi-
leika til að hreyfa fjölina, en kvaðst hafa lagt lítinn trúnað
á það, sem þar kom fram, enda þótt sumt af þvi væri óneit-
anlega merkilegt að ýmsu leyti.
Litlu seinna varð hún þess vör, að hún hafði hlutskyggni-
gáfu. Kom í ljós, að hún gat rakið rétt sögu þeirra hluta,
sem hún handlék. Segir hún, að þetta hafi gerzt með þeim
hætti, að hún hafi setið þögul og hlustandi með hlutinn í
hendinni, og þá hafi saga hans ósjálfrátt komið fram í hug-
ann, ein setningin eftir aðra, sem hún hafi skrifað jafnóðum,
en jafnan án þess að vita hvað kæmi næst.
Næstu tuttugu og fimm árin fékkst hún allmikið við hug-
lækningar ásamt írskum lækni, er síðar undir dulnefninu