Morgunn - 01.06.1967, Page 81
MORGUNN
75
Horace Hambling er orðinn gamall maður og hefur stund-
að miðilsstörf um hálfa öld. Hann er ekki fyrst og fremst
sannanamiðill, heldur fræðslumiðill. Þegar hann er sofn-
aður í stóli sínum, tekur stjómandi hans, sem nefnir sig
Moon Trail, að tala af vörum hans. Flytur hann kenningar
sinar af mikilli mælsku, krafti og andagift. Að sjálfsögðu
verða skoðanir skiptar um margt það, sem þessi óþekkti
heimspekingur heldur fram, og er það ekki nema sjálfsagt
og eðlilegt. Aðrir kunna að efast um, að hér sé um anda
framliðins manns að ræða, heldur hafi hér eitthvað í undir-
vitund miðilsins sjálfs tekið á sig persónugervi. Úr þessu er
ekki unnt að skera. Til þess er þekkingin á dularöflum
mannssálarinnar ennþá of skammt á veg komin.
En hverju sem menn trúa eða trúa ekki um þessi mál, eru
hæfileikar þessa aldurhnigna, yfirlætislausa og, að því er
virðist, hlédræga miðils mjög athyglisverðir. Engum, sem á
hann hlýðir, getur blandazt hugur um það, að á bak við
hann eru undarlegir kraftar, hvernig sem við annars reyn-
um að gera okkur grein fyrir þeim eða skýra þá.
1 sambandi við komu þessa miðils, gaf Sálarrannsóknafé-
lagið út litla bók, eftir Hambling, í þýðingu Steinunnar S.
Briem, og nefnist hún Boðskapur Moon Trails. Geta þeir, sem
áhuga hafa á þessum málefnum, fengið hana keypta í skrif-
stofu félagsins, Garðastræti 8 í Reykjavík, á meðan upp-
lagið endist.
1 þessari litlu bók kemst Moon Trail á einum stað svo
að orði:
„Sannleiksgyðjan þiggur fúslega boðið að taka sér ból-
festu í sál þinni, en hún er afbrýðisöm. Hún neitar afdrátt-
arlaust að setjast að borði í herbergi sálar þinnar með öðr-
um gestum, hávaðasömum og skvaldrandi. Hún bíður þolin-
móð fyrir utan þangað til hún sér seinasta gestinn halda á
brott. Þá gengur hún inn í allri sinni upprunalegu dýrð, og
talar við þig — í einrúmi."
Hér er átt við það, að sannleikurinn geri skilyrðislausar
kröfur til okkar. Við hann verði ekki samið um einhvern