Morgunn - 01.06.1967, Blaðsíða 60
54
MORGUNN
hennar. Hún var dugmikil og kappsöm að hverju sem hún
gekk, djörf i máli, þótti tortryggin nokkuð, en þó trygglynd
og vinföst. Hún giftist Hjörleifi Eiríkssyni og bjuggu þau að
Skeggjastöðum. Síðar átti hún Svein Þorsteinsson, og bjuggu
þau á ýmsum bæjum á Fljótsdalshéraði. Hún mun hafa and-
azt árið 1901.
Mekkín mun hafa verið ung, er fyrst tók að bera á dular-
gáfum hennar. En hún lét lítið á þeim bera jafnan og sagði
sjaldan frá því, sem fyrir hana bar. Var og fyrri maður henn-
ar að minnsta kosti lítt trúaður á það, sem kallað var yfir-
náttúrlegt. Sigfús þjóðsagnaritari Sigfússon þekkti Mekk-
ínu allvel, og hefur skráð nokkuð um sýnir hennar. (S. S.: Isl.
þjóðsögur II, bls. 175-190). Hér verað aðeins teknar tvær
sögur, er báðar fjalla um það, sem Sigfús var sjálfur vottur
að og skráði og hafa því engra farið á milli.
„Fúsi kemur heim í dag.“
Það mun hafa verið um 1880, er Sigfús var á Egilsstöð-
um í Fljótsdal og samtíða þar Mekkínu, að hann og maður
með honum skyldu fara með hesta yfir Þórdalsheiði til Reyð-
arfjarðar, enda var sagt rifahjarn á heiðinni. Kom hann við
á bænum Hóli og fékk þar lánaða selskinnstösku til ferðar-
innar. Gistu þeir að Mýrum í Skriðdal um nóttina, en fréttu
þar, að heiðin væri ófær með hesta, og urðu því að snúa
heim daginn eftir við svo búið.
Þennan morgun segir Mekkín upp úr eins manns hljóði:
,,Þótt ykkur þyki það ótrúlegt, þá kemur Fúsi heim i dag.“
Þetta þótti heimafólki harla ótrúlegt og spurði, hvernig hún
vissi þetta.
„Það má einu gilda, hvernig ég veit það. Og ekki er það
Fúsa Hkt, að snúa aftur, en það verður nú samt. Og hafið
það til marks um, að ég sé þetta, að hann mun hafa einhvern
þann hlut meðferðis, sem hann hafði ekki, þegar hann fór
að heiman, og fleygir honum þarna á stöpulinn hjá rúm-
inu sínu.“