Morgunn - 01.06.1967, Blaðsíða 63
MORGUNN 57
Þangað fór Sigmundur eigi að síður, fann þar kindurnar og
margt fé annað.
Lömbin á Kiðjafelli.
f afrétt inn af Suðurdal er fjall, sem Kiðjafell eða Kiðu-
fell nefnist. Eitt haust, er gangnamenn voru þar í fyrstu
smölun, segir Hinrik allt í einu eins og við sjálfan sig, þar
heima á Hafursá: „Bölvaðir klaufarnir! Þarna skilja þeir
þá eftir tvö lömbin mín, og það í veðrinu því arna.“ Þegar
gengin var önnur ganga á þessum slóðum, situr Hinrik hugsi
um stund og segir síðan: ,,Og enn skilja þeir lömbin eftir á
sama stað, bölvaðir ratarnir.“ f þriðju göngunni segir ein-
hver við Hinrik: „Heldurðu, að þeir finni nú ekki lömbin
þín í þessari göngu?“ „Nei,“ svarar Hinrik. „Nú er það orð-
ið um seinan, því þau eru fennt.“
Síðar fundust á þessum slóðum ræflar af tveim lömbum
með marki Hinriks.
Hesthvarfið.
Sumar nokkurt fór allmargt fólk ríðandi til kirkju að
Vallanesi. Þegar það ætlaði heim, fannst ekki einn hestur-
inn, hvernig sem leitað var. Með því að ekkert spurðist til
hestsins næstu daga og hann kom ekki fram, var Jón Ein-
arsson, sem þá var unglingspiltur á Arnheiðarstöðum, send-
ur af stað til að leita hestsins. Var honum bent á að spyrja
Hinrik á Hafursá um hesthvarfið, en Hafursá er hinum meg-
in fljótsins, svo og Vallanes. „Ekki hef ég þér margt um hest-
inn að segja,“ svarar Hinrik, „en þegar þið voruð að leita
hans í fyrra skiptið, lá hann í djúpri lág vestan vert við
Vallanestúnið. Núna er hann kominn heim á túnhólinn, og
verður þér létt að finna hann.“ Þangað flýtti Jón sér og
fann þar klárinn. Sagði hann sjálfur þessa sögu.
SIGMUNDUR ÁSMUNDSSON
Hann var bóndi að Flögu í Skriðdal og síðar í Geitdal,
maður hæglátur og dulur, en bæði fjarskyggn og forspár.
Hann mun hafa verið fæddur nálægt aldamótunum 1800.