Morgunn


Morgunn - 01.06.1967, Page 63

Morgunn - 01.06.1967, Page 63
MORGUNN 57 Þangað fór Sigmundur eigi að síður, fann þar kindurnar og margt fé annað. Lömbin á Kiðjafelli. f afrétt inn af Suðurdal er fjall, sem Kiðjafell eða Kiðu- fell nefnist. Eitt haust, er gangnamenn voru þar í fyrstu smölun, segir Hinrik allt í einu eins og við sjálfan sig, þar heima á Hafursá: „Bölvaðir klaufarnir! Þarna skilja þeir þá eftir tvö lömbin mín, og það í veðrinu því arna.“ Þegar gengin var önnur ganga á þessum slóðum, situr Hinrik hugsi um stund og segir síðan: ,,Og enn skilja þeir lömbin eftir á sama stað, bölvaðir ratarnir.“ f þriðju göngunni segir ein- hver við Hinrik: „Heldurðu, að þeir finni nú ekki lömbin þín í þessari göngu?“ „Nei,“ svarar Hinrik. „Nú er það orð- ið um seinan, því þau eru fennt.“ Síðar fundust á þessum slóðum ræflar af tveim lömbum með marki Hinriks. Hesthvarfið. Sumar nokkurt fór allmargt fólk ríðandi til kirkju að Vallanesi. Þegar það ætlaði heim, fannst ekki einn hestur- inn, hvernig sem leitað var. Með því að ekkert spurðist til hestsins næstu daga og hann kom ekki fram, var Jón Ein- arsson, sem þá var unglingspiltur á Arnheiðarstöðum, send- ur af stað til að leita hestsins. Var honum bent á að spyrja Hinrik á Hafursá um hesthvarfið, en Hafursá er hinum meg- in fljótsins, svo og Vallanes. „Ekki hef ég þér margt um hest- inn að segja,“ svarar Hinrik, „en þegar þið voruð að leita hans í fyrra skiptið, lá hann í djúpri lág vestan vert við Vallanestúnið. Núna er hann kominn heim á túnhólinn, og verður þér létt að finna hann.“ Þangað flýtti Jón sér og fann þar klárinn. Sagði hann sjálfur þessa sögu. SIGMUNDUR ÁSMUNDSSON Hann var bóndi að Flögu í Skriðdal og síðar í Geitdal, maður hæglátur og dulur, en bæði fjarskyggn og forspár. Hann mun hafa verið fæddur nálægt aldamótunum 1800.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.