Morgunn - 01.06.1967, Side 54
48
MORGUNN
Allt í einu er sagt við mig: „Ja, komdu sæll, elskulegur, og
hvað er nú í fréttum?" Þar var kominn Gunnar Sigurðsson,
kaupmaður í Von, glaðlegur og hressilegur að vanda.
Ég var stórhneykslaður á Gunnari, hvað hann var örugg-
ur og kærulaus. Ég vissi, að hann var dauður, eins og ég, og
taldi víst, að hann færi áreiðanlega í verri staðinn, þó mér
fyndist ástæða til að ætla, að ég slyppi betur. Það voru for-
dómar almenningsálitsins, sem verkuðu þannig á mig, því
sjálfur hafði ég aldrei reynt Gunnar að öðru en góðu, og átti
að þekkja það rétta.
En til að vera kurteis, segi ég á þá leið, að ekki sé ástæða
til að vel liggi á okkur, sem báðir höfðum verið ljúgandi og
svíkjandi í lífinu. Okkar bíði víst ekkert gott. Auðvitað
fannst mér þetta eiga við Gunnar, en ekki mig.
„O, taktu þessu með ró, góði, það er enginn vafi á því, að
við fáum nóg að gera hinum megin,“ segir Gunnar.
Svo vorum við komnir á leiðarenda, og farartækið var
horfið. Umhverfið, sem við vorum í, var við árósa og vítt
yfir að sjá. Víðlendar grænar grundir voru upp frá ósun-
um. Ég rölti þangað, því þar vissi ég að dómþingið átti að
vera. —
Kjarkur minn þilaði smám saman, og vonleysi setti að
mér. Mér fannst það, sem ég ætlaði að segja mér til máls-
bóta, vera lítils virði, og ég mundi ekki brögðin, sem ég ætl-
aði að beita.
Ég mundi það, sem stóð í kverinu, að Guð myndi koma í
skýjum himinsins, til að dæma lifendur og dauða. Mér varð
litið í austur, upp á milli ásanna. Ég sá mikið hvítt ský líða
fram með miklum hraða. Er það kom nær, sá ég, að þetta
var ótöiulegur fjöldi af hvítklæddum verum. Þar leið fram
tignarlegasti maður, sem ég hef séð. Hann var stór og höfð-
inglegur, bjartur yfirlitum, með mikið hvítt skegg, sem náði
niður á bringu. Yfir andliti hans hvíldi alger ró og óraskan-
leg viljafesta, ekkert bros, engin óvild, aðeins réttlæti. Ég
vissi, að þetta var Guð.
Fjöldi manns var á völlunum, hafði komið úr öllum átt-