Morgunn - 01.06.1967, Qupperneq 55
MORGUNN 49
um. Það vék sér að Guði, og úrskurður hans var ákveðinn
og afdráttarlaus. Flestir voru glaðir og ánægðir.
Ég varð hálf lémagna, gat ekki haft mig í frammi. Ég sá
þó, að þessu var að verða lokið, svo ég mátti til. Ég nálg-
aðist hann, játaði syndir mínar og bað um miskunn og ásjá,
og vist i betri staðnum.
En svarið var afdráttarlaust: Nei. Engin þykkja, aðeins
óraskanleg ákvörðun. Mér leið hörmulega, en segi þó: „Hvað
á þá að verða af mér?“ Og svarið kom um hæl: „Það er ekki
nema um einn stað að gera.“ Ég var útskúfaður, án allrar
vonar, og vaknaði hágrátandi í rúminu. Síðan skil ég ang-
ist fordæmdra.
Hvað þessi draumur átti að merkja, veit ég ekki, hef aldrei
skilið hann.
Um Gunnar heitinn Sigurðsson vil ég segja þetta: Vafa-
laust hefur hann haft galla, og þá líklega mikla. Það hafa
allir, sem mikið er spunnið í. En Gunnar var starfsins mað-
ur, það sýndu verk hans og framkvæmdir. Hann erjaði jörð-
ina fyrir komandi kynslóðir, byggði upp og ýtti steinum úr
götunni.
Og Gunnar var líka góður maður. Það reyndi ég og ýmsir
fleiri. Ég kom til hans eitt sinn, þegar ég átti engra kosta völ,
og bað hann ásjár. Hann gerði það, þó hann vissi, að engar
líkur voru um endurgjald. Það var löngunin til að hjálpa,
sem réði gerðum hans. Þó ég greiddi skuld mína, var góð-
verk hans jafn mikið fyrir því.
Ég varð hryggur, er ég heyrði lát hans. Það er hörmulegt,
þegar hraustir menn bugast. En ekki dæmi ég hann, því
sjálfur hef ég reynt það, að meiri kjark þarf oft til að lifa
en deyja, ef vonlaus veikindi er við að stríða. Þá verður ýms-
um ekki sjálfrátt, þó hraustur sé að eðli og upplagi.
Guð dæmir þá með mildi, sem mennirnir dæma hart.
Iíannes Jónsson, Ásvallagötu 65.
4