Morgunn - 01.06.1967, Blaðsíða 24
18
MORGUNN
Vanþekking, á hvaða sviði sem er, kemur mönnum ætíð í
koll fyrr eða síðar. Og háskalegust er hún jafnan á þeim
sviðum, þar sem mestu varðar að vita hið rétta. Hinar ytri
framfarir byggjast á þekkingu á náttúrunni og þeim lög-
málum, sem þar ríkja. Lækningar líkamlegra meina eru
fyrst og fremst komnar undir þekkingu á mannslíkaman-
um og því, sem honum einkum stafar hætta af. Og nú er
mönnum einnig að verða það æ ljósara, að þekking á sálar-
lífi mannsins og þeim duldu eigindum, sem þar búa, sé eitt
höfuðskilyrði þess, að unnt verði að greiða úr hinum flóknu
samfélagsvandamálum og skapa skilyrði fyrir friði á jörð
og aukinni hamingju og farsæld þess mannkyns, sem, þrátt
fyrir framfarirnar, er nú hrjáðara og vegvilltara en nokkru
sinni fyrr.
Einn þáttur þessarar þekkingar, og að margra dómi sú
veigamesta, er að afla öruggrar og ótvíræðrar visneskju um
það, hvort sál mannsins er aðeins stundarfyrirbæri í frum-
um heilans og taugakerfisins, sem hverfur og verður að
engu þegar líkaminn deyr, eða hvort hún sé sjálfstæður
veruleiki eða verund, sem á fyrir höndum að halda áfram að
þroskast á öðru tilverusviði, eftir dauða líkamans.
Reynslan sýnir það og sannar áþreifanlega, að rannsókn-
ir á þessum málum og aukin þekking á þeim er ekki aðeins
mikilvæg í þessu jarðneska lífi og gefur mönnum nýja og
bjartari sýn yfir tilgang þess og takmark, gildi þess og
ábyrgð, heldur hefur og viðhorf okkar sjálfra til þeirra afar
víðtæk áhrif á alla lífsskoðun okkar og breytni. Þess vegna
er það ekki aðeins óhyggilegt, heldur beinlínis hættulegt að
láta sig þessi mál engu skipta, að maður ekki tali um þá, sem
beinlínis sýna sálarrannsóknunum andúð, reyna að gera þær
tortryggilegar á alian hátt og virðast hvorki hafa áhuga á
að vita hið sanna og rétta um þessar rannsóknir né sýnast
telja örugga þekkingu um það, hvort maðurinn sé sál, sem
lifi eftir líkamsdauðann, eða ekki, vera þess virði, að reynt
sé að afla hennar. Og þess vegna ber einnig hver sú kirkja
þunga ábyrgð, sem ekki hirðir um að fylgjast með vísinda-