Morgunn


Morgunn - 01.06.1967, Page 24

Morgunn - 01.06.1967, Page 24
18 MORGUNN Vanþekking, á hvaða sviði sem er, kemur mönnum ætíð í koll fyrr eða síðar. Og háskalegust er hún jafnan á þeim sviðum, þar sem mestu varðar að vita hið rétta. Hinar ytri framfarir byggjast á þekkingu á náttúrunni og þeim lög- málum, sem þar ríkja. Lækningar líkamlegra meina eru fyrst og fremst komnar undir þekkingu á mannslíkaman- um og því, sem honum einkum stafar hætta af. Og nú er mönnum einnig að verða það æ ljósara, að þekking á sálar- lífi mannsins og þeim duldu eigindum, sem þar búa, sé eitt höfuðskilyrði þess, að unnt verði að greiða úr hinum flóknu samfélagsvandamálum og skapa skilyrði fyrir friði á jörð og aukinni hamingju og farsæld þess mannkyns, sem, þrátt fyrir framfarirnar, er nú hrjáðara og vegvilltara en nokkru sinni fyrr. Einn þáttur þessarar þekkingar, og að margra dómi sú veigamesta, er að afla öruggrar og ótvíræðrar visneskju um það, hvort sál mannsins er aðeins stundarfyrirbæri í frum- um heilans og taugakerfisins, sem hverfur og verður að engu þegar líkaminn deyr, eða hvort hún sé sjálfstæður veruleiki eða verund, sem á fyrir höndum að halda áfram að þroskast á öðru tilverusviði, eftir dauða líkamans. Reynslan sýnir það og sannar áþreifanlega, að rannsókn- ir á þessum málum og aukin þekking á þeim er ekki aðeins mikilvæg í þessu jarðneska lífi og gefur mönnum nýja og bjartari sýn yfir tilgang þess og takmark, gildi þess og ábyrgð, heldur hefur og viðhorf okkar sjálfra til þeirra afar víðtæk áhrif á alla lífsskoðun okkar og breytni. Þess vegna er það ekki aðeins óhyggilegt, heldur beinlínis hættulegt að láta sig þessi mál engu skipta, að maður ekki tali um þá, sem beinlínis sýna sálarrannsóknunum andúð, reyna að gera þær tortryggilegar á alian hátt og virðast hvorki hafa áhuga á að vita hið sanna og rétta um þessar rannsóknir né sýnast telja örugga þekkingu um það, hvort maðurinn sé sál, sem lifi eftir líkamsdauðann, eða ekki, vera þess virði, að reynt sé að afla hennar. Og þess vegna ber einnig hver sú kirkja þunga ábyrgð, sem ekki hirðir um að fylgjast með vísinda-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.