Morgunn - 01.06.1967, Qupperneq 66
Draumur fyrir daglátum
☆
Dönsk kona, frú Irene Orris, sendi tímaritinu „Psykisk
Information“ (október 1962) þessa frásögu:
„Það var á stríðsárunum, nánara sagt árið 1943, að ég
vaknaði að morgni og sagði manni mínum frá því, að um
nóttina hefði mig dreymt, að hann fyndi á götunni peninga-
veski með 665 krónum. Við hlógum að þessum draumi og
gáfum honum engan gaum.
Þetta var meðan borgin var myrkvuð vegna hernaðar-
ins, og í skjóli myrkursins voru margir glæpir drýgðir. Þess
vegna varð mér illa við, er hringt var dyrabjöllunni klukkan
átta um kvöldið. Ég herti samt upp hugann og opnaði dyrn-
ar í hálfa gátt.
Þar stóð miðaldra kona, hún hélt á einhverjum dökkleit-
um pakka í hendinni og spurði fremur stuttaralega: „Kann-
izt þér við þetta?“
Ég var ekki við því búinn að svara og rétti fram hönd
mína eftir pakkanum, en þá dró hún höndina að sér og
spurði: „Er maðurinn yðar heima?“ Ég sagði, að svo væri
ekki. Þá spurði konan: „Kannizt þér við, að þetta sé pen-
ingaveskið hans?“
Þá áttaði ég mig og svaraði, að ég héldi það. Konan var
þá þegar á leiðinni niður stigann, en sneri sér við og kallaði
til mín, að maðurinn minn gæti sótt veskið á lögreglustöð,
sem var skammt frá.
Ég fór inn í íbúð mína, en var óróleg. Hvað hafði komið
fyrir? Ég var fegin, þegar maðurinn minn lauk upp dyrun-
um örstuttu síðar, og óðara spurði ég hann: „Saknarðu
nokkurs?" „Nei, það geri ég ekki,“ svaraði hann mér undr-