Morgunn - 01.06.1967, Blaðsíða 64
58
MORGUNN
Frá honum segir í Þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar. (S. S.:
ísl. þjóðsögur II, bls. 193—197.
Maðurinn á Eskifjarðarheiði.
Einhverju sinni var það í vetrarbyl, að Sigmundur í Flögu
segir upp úr þögn: ,,Bágt á aumingja maðurinn núna, sem
er að hrekjast á Eskifjarðarheiði.“ Síðar um kvöldið bætir
hann við: „Nú er hann setztur að, en er á réttri leið, og mun
honum nú óhætt.“
Síðar fréttist, að maður hefði legið úti á Eskifjarðarheiði
þessa nótt, grafið sig í fönn og ekki sakað.
Fjarskyggni bjargar mannslífi.
Það var einhverju sinni í hrímþoku og kalsaveðri, að Sig-
mundur kom inn frá störfum og lagðist upp í rúm sitt, lá
þar um stund og starði út í bláinn. Eftir það sprettur hann
á fætur og segir: „Það er þó ekki lítil bölvuð vitleysan í hon-
um Sigga mági mínum núna. Hann hefur lagt upp frá
Skjögrastöðum í morgun og er nú að villast á henni Rembu.“
Biður hann síðan vinnumann sinn að fara tafarlaust norður
að Skjögrastöðum og biðja Sigmund bónda þar og bróður
Sigurðar að koma þegar suður í Geitdal og hef ja þaðan leit
að piltinum. Reyndist það rétt, að Sigurður hafði farið það-
an um morguninn, og vissi enginn hvað af honum hafði orð-
ið. Brá Sigmundur þegar við og hélt að Geitdal, en þar bjó
Guðmundur bróðir hans. Var þá Sigmundur þangað kom-
inn áður og hafði þegar lagt af stað í leitina og menn með
honum. Hafði hann haft orð á því við Guðmund, að Siggi
bróðir hans væri nú að æða inn allan Hraungarð, og yrði
að hafa hraðann á, því hann stefndi inn til öræfa og jökla.
Af leitinni er það að segja, að þeir fundu slóð Sigurðar og
gátu rakið hana. Náðu þeir honum inn á svo nefndum Bratt-
hálsi, sem er langt suður á afrétt inn af Geitdal. Var hann
þar áttavilltur og mjög ruglaður og taldi sig hafa verið að
elta stúlku, sem stöðugt hefði gengið á undan sér. Aldrei
náði Sigurður sér eftir þessa villu.