Morgunn - 01.06.1967, Side 37
MORGUNN
31
skrifa. Hún neitar því eindregið, að sá persónuleiki, hvort
heldur er framliðinn maður eða einhver þáttur í undirvitund
hennar sjálfrar (um það vill hún ekkert sjálf dæma), nái
neinu beinu valdi yfir líkama hennar og neyði höndina til
að skrifa. Hún segist vera í eðlilegu ástandi, en gefi þó engan
gaum að því, sem í kring um hana er, eingöngu vegna þess,
að hún er þá önnum kafin, líkt og hver annar skrifari eða
hraðritari, sem þarf að hafa sig allan við að skrifa það, sem
lesið er fyrir. Stöku sinnum kveðst hún sjá þá veru, sem hún
er að skrifa eftir. Hún segist heyra orðin jafnóðum, en þó
ekki alveg eins og þegar maður talar við mann, heldur með
eins konar innri heyrn.
Mesta athygli af því, sem Geraldine Cummins hefur ritað
ósjálfrátt á síðustu árum, eru smákaflar eða bréf, 40 að tölu,
sem hún skrifaði á tímabilinu frá 28. ágúst 1957 til 6. marz
1960, og nefnd hafa verið Willetts-bréfin. Þessi bréf f jalla að
mestu leyti um eina fjölskyldu, Tennants-fjölskylduna, og
koma í þeim fram svo margar og merkilegar upplýsingar um
þetta fólk, að erfitt er talið, eða jafnvel alveg ógjörlegt, að
skýra það, hvernig hún hafi getað fengið þá vitneskju, nema
á þann eina veg, að hún hafi í raun og veru náð sambandi
við þá, sem látnir voru. Sé því hér um að ræða ennþá eina
sönnunina fyrir því, að látinn lifir og geti náð sambandi við
vini sína hér.
Hér er, því miður, ekki unnt að birta nema stuttan útdrátt
úr fáeinum þessara bréfa. En þeim, sem vildu kynna sér
bréfin og allt þetta mál, vísa ég til nýútkominnar bókar,
Swan on a Black Sea, er kom út í Lundúnum 1965 og var end-
urprentuð árið eftir. Mjög merkan og langan formála fyrir
þeirri bók ritar prófessor C. D. Broad.
Tildrög þess, að miðillinn hóf að rita þessi bréf voru þau,
að ritari Brezka Sálarrannsóknafélagsins, W. H. Salter,
skrifaði henni bréf 7. ágúst 1957, þar sem hann bað hana