Morgunn


Morgunn - 01.06.1967, Síða 37

Morgunn - 01.06.1967, Síða 37
MORGUNN 31 skrifa. Hún neitar því eindregið, að sá persónuleiki, hvort heldur er framliðinn maður eða einhver þáttur í undirvitund hennar sjálfrar (um það vill hún ekkert sjálf dæma), nái neinu beinu valdi yfir líkama hennar og neyði höndina til að skrifa. Hún segist vera í eðlilegu ástandi, en gefi þó engan gaum að því, sem í kring um hana er, eingöngu vegna þess, að hún er þá önnum kafin, líkt og hver annar skrifari eða hraðritari, sem þarf að hafa sig allan við að skrifa það, sem lesið er fyrir. Stöku sinnum kveðst hún sjá þá veru, sem hún er að skrifa eftir. Hún segist heyra orðin jafnóðum, en þó ekki alveg eins og þegar maður talar við mann, heldur með eins konar innri heyrn. Mesta athygli af því, sem Geraldine Cummins hefur ritað ósjálfrátt á síðustu árum, eru smákaflar eða bréf, 40 að tölu, sem hún skrifaði á tímabilinu frá 28. ágúst 1957 til 6. marz 1960, og nefnd hafa verið Willetts-bréfin. Þessi bréf f jalla að mestu leyti um eina fjölskyldu, Tennants-fjölskylduna, og koma í þeim fram svo margar og merkilegar upplýsingar um þetta fólk, að erfitt er talið, eða jafnvel alveg ógjörlegt, að skýra það, hvernig hún hafi getað fengið þá vitneskju, nema á þann eina veg, að hún hafi í raun og veru náð sambandi við þá, sem látnir voru. Sé því hér um að ræða ennþá eina sönnunina fyrir því, að látinn lifir og geti náð sambandi við vini sína hér. Hér er, því miður, ekki unnt að birta nema stuttan útdrátt úr fáeinum þessara bréfa. En þeim, sem vildu kynna sér bréfin og allt þetta mál, vísa ég til nýútkominnar bókar, Swan on a Black Sea, er kom út í Lundúnum 1965 og var end- urprentuð árið eftir. Mjög merkan og langan formála fyrir þeirri bók ritar prófessor C. D. Broad. Tildrög þess, að miðillinn hóf að rita þessi bréf voru þau, að ritari Brezka Sálarrannsóknafélagsins, W. H. Salter, skrifaði henni bréf 7. ágúst 1957, þar sem hann bað hana
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.