Morgunn - 01.06.1967, Qupperneq 71
MORGUNN 65
löngu þangað til nýr morgunn í andlegum efnum rynni upp
yfir mannkynið.“
Þessi frægi líffræðingur, sem nú er rúmlega sjötugur að
aldri, sagði nýlega í blaðaviðtali, að í raun og veru væri lif-
fræðin mesti þrándur í götu þess, að sálarrannsóknirnar
fengju notið fullkominnar viðurkenningar. Menn héldu blý-
fast í þá trú, að þróunarkenning Darwins hefði sýnt það og
sannað, að lífið væri ekkert annað en líkamlegt eða efnislegt
fyrirbæri. Hann kvaðst sjálfur vera fylgjandi þeim Darwin
og Mendel, en hann teldi þá þó er.gan veginn hafa fundið
allan sannleikann.
Hann kvaðst líta svo á, að þróunin verði ekki fyllilega
skýrð frá sjónarmiði efnishyggjunnar einvörðungu. ,,Ég
hygg,“ segir hann, ,,að hér eigi eftir að verða breyting á, og
að vísindin verði að gefa gaum að rannsóknum hinna sál-
rænu fyrirbæra. Ég er sannfærður um, að fjarhrif (tele-
pathy) er staðreynd, sem vísindi nútímans verða að taka
með í reikninginn. f raun og veru höfum við enga hugmynd
um hið raunverulega eðli vitundarinnar. Og ég lít svo á, að
sú fullyrðing, að sálin sé ekkert annað en einskonar endur-
skin þess, sem á sér stað í heilanum, sé aðeins hugarfóstur,
sem við trúum á, án þess að fyrir því séu fullnægjandi sann-
anir.“
Hann telur sennilegt, að þær hugsanir, sem við setjum
fram í rituðu eða mæltu máli, séu í nánum tengslum við
starfsemi heilans, en aftur á móti skorti alla þekkingu á því,
hvort eða hvernig tilfinningalíf okkar, listrænar gáfur og
annað þess háttar sé tengt eða bundið efnislíkamanum.
Þegar hann var spurður um skoðun hans á því, hvort
maðurinn mundi halda áfram að lifa eftir Hkamsdauðann,
kvaðst hann, sem vísindamaður, hljóta að vera varkár um
ailar fullyrðingar í því efni. Hann sagði, að frá rökrænu
sjónarmiði skynseminnar væri erfitt eða jafnvel ómögulegt
að hugsa sér framhaldslíf sálarinnar eða persónuleikans eft-
ir líkamsdauðann, ef með því væri átt við það, að hin orð-
5