Morgunn - 01.06.1967, Blaðsíða 42
36
MORGUNN
mikið, og mun það að öllum líkindum hafa orðið til þess, að
frú Tennant tók að gefa sálarrannsóknunum meiri gaum en
áður, enda kynntist hún Sir Oliver Lodge skömmu síðar. Er
ekki að orðlengja það, að á næstu árum varð hún, bæði sem
ritmiðill og transmiðill, sú kona, sem við nákvæmar og marg-
ítrekaðar tilraunir og rannsóknir hinna ágætustu og fær-
ustu vísindamanna, tókst að færa fram svo veigamiklar og
sterkar sannanir fyrir framhaldslífinu og sambandi við hina
látnu, að fáum hefur það jafnvel eða betur tekizt síðar. Um
þessar tilraunir og árangur þeirra eru til nákvæmar frásagn-
ir og skýrslur bæði í Árbókum Brezka Sálarrannsóknafé-
lagsins og víðar.
En það, sem einkennilegt er við þessar skýrslur varðandi
frú Tennant er það, að hið rétta nafn hennar er þar hvergi
nefnt. Þar er hún jafnan kölluð frú Willett. Þetta var gert
vegna ófrávíkjanlegrar kröfu hennar sjálfrar. Fullyrða má,
að svo mikilli leynd var haldið yfir hinu rétta nafni miðils-
ins, að ekki vissu það aðrir en þeir einir, sem með henni voru
við þessar tilraunir. Synir hennar hafa lýst því yfir, að þeir
hefðu enga hugmynd haft um það, að móðir þeirra væri
hinn frægi miðill frú Willett. Það var ekki fyrr en um það bil
hálfu öðru ári eftir lát hennar, eða í desember 1957, að frá
því var skýrt opinberlega, að frú Tennant og frú Willett
væru ein og sama konan.
W. H. Salter, sem um skeið var ritari Brezka Sálarrann-
sóknafélagsins komst að þessu leyndarmáli árið 1944, en
hélt því stranglega leyndu. 1 lok októbermánaðar 1957 fór
hann til Irlands og hitti þá Geraldine Cummins og sagði
henni það. Var hún þá sjálf orðin sannfærð um það, af þeim
sex bréfum, sem hún þá hafði skrifað ósjálfrátt, að frú Ten-
nant hlyti að hafa verið hinn merkilegi miðill, sem nefndist
frú Willett og margt hafði verið ritað um endur fyrir löngu.
Að vísu neitar hún því eindregið, að hafa lesið skýrslurnar
um miðilsstörf frú Willett, en hún kveðst hafa lesið útdrátt
úr þeim skýrslum í bókum bæði eftir Tyrell og Saltmarsh
árið 1955. En í þeim bókum er að sjálfsögðu hvergi að því