Morgunn


Morgunn - 01.06.1967, Page 42

Morgunn - 01.06.1967, Page 42
36 MORGUNN mikið, og mun það að öllum líkindum hafa orðið til þess, að frú Tennant tók að gefa sálarrannsóknunum meiri gaum en áður, enda kynntist hún Sir Oliver Lodge skömmu síðar. Er ekki að orðlengja það, að á næstu árum varð hún, bæði sem ritmiðill og transmiðill, sú kona, sem við nákvæmar og marg- ítrekaðar tilraunir og rannsóknir hinna ágætustu og fær- ustu vísindamanna, tókst að færa fram svo veigamiklar og sterkar sannanir fyrir framhaldslífinu og sambandi við hina látnu, að fáum hefur það jafnvel eða betur tekizt síðar. Um þessar tilraunir og árangur þeirra eru til nákvæmar frásagn- ir og skýrslur bæði í Árbókum Brezka Sálarrannsóknafé- lagsins og víðar. En það, sem einkennilegt er við þessar skýrslur varðandi frú Tennant er það, að hið rétta nafn hennar er þar hvergi nefnt. Þar er hún jafnan kölluð frú Willett. Þetta var gert vegna ófrávíkjanlegrar kröfu hennar sjálfrar. Fullyrða má, að svo mikilli leynd var haldið yfir hinu rétta nafni miðils- ins, að ekki vissu það aðrir en þeir einir, sem með henni voru við þessar tilraunir. Synir hennar hafa lýst því yfir, að þeir hefðu enga hugmynd haft um það, að móðir þeirra væri hinn frægi miðill frú Willett. Það var ekki fyrr en um það bil hálfu öðru ári eftir lát hennar, eða í desember 1957, að frá því var skýrt opinberlega, að frú Tennant og frú Willett væru ein og sama konan. W. H. Salter, sem um skeið var ritari Brezka Sálarrann- sóknafélagsins komst að þessu leyndarmáli árið 1944, en hélt því stranglega leyndu. 1 lok októbermánaðar 1957 fór hann til Irlands og hitti þá Geraldine Cummins og sagði henni það. Var hún þá sjálf orðin sannfærð um það, af þeim sex bréfum, sem hún þá hafði skrifað ósjálfrátt, að frú Ten- nant hlyti að hafa verið hinn merkilegi miðill, sem nefndist frú Willett og margt hafði verið ritað um endur fyrir löngu. Að vísu neitar hún því eindregið, að hafa lesið skýrslurnar um miðilsstörf frú Willett, en hún kveðst hafa lesið útdrátt úr þeim skýrslum í bókum bæði eftir Tyrell og Saltmarsh árið 1955. En í þeim bókum er að sjálfsögðu hvergi að því
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.