Morgunn - 01.06.1967, Side 36
30
MORGUNN
Conell skrifaði bókina Healing the Mind, þar sem hann segir
frá starfi þeirra og tiiraunum, er oft báru bæði skjótan og
undraverðan árangur. Jafnhliða tók gáfa hennar til þess að
rita ósjálfrátt skjótum og miklum framförum. Stærsta og
sennilega merkasta rit hennar af því tagi nefnist The Scripts
of Cleophas í átta bindum. Eru það frásagnir af hinum fyrstu
kristnu söfnuðum, og kemur þar fram meiri og nákvæmari
þekking á þessum fjarlæga tíma, að dómi hinna lærðustu
guðfræðinga, en nokkur möguleiki er á, að hún hefði getað
aflað sér á venjulegan hátt. Eftir það rak hver bókin aðra,
og er of langt mál að nefna þær hér.
Henni segist sjálfri svo frá, að þegar hún ætli sjálf að
semja eitthvað eða skrifa, þá sé hún mjög sein að því, og
þurfi jafnan að umsemja það og breyta því hvað eftir ann-
að. Þegar hún aftur á móti ritar ósjálfrátt, er líkast þvi, að
henni sé lesið fyrir, og hún skrifar hverja blaðsíðuna af
annari algjörlega viðstöðulaust og með miklu meiri hraða,
en henni er eðliiegt.
Þegar hún var að semja hina miklu bók sina frá dögum
frumkristninnar, sem áður er getið, óskaði dr. Maud biskup
í Kensington eftir því að fá að horfa á hana skrifa. Hann
tók með sér lærðasta guðfræðing, sem völ var á, dr. Oester-
ley prófessor við Lundúnaháskóia, og að auki fimm presta.
Hún kvaðst hafa verið bæði hrædd og feimin og búizt við,
að alit mundi mistakast. En þegar hún var setzt við borðið
með blöðin fyrir framan sig og hafði tekið pennan sér í
hönd, en skyggt fyrir augun með hinni hendinni, þá var sem
yfir hana kæmi undursamleg kyrrð og ró. Hún varð þess
ekki lengur vör, að hinir hálærðu kirkjuhöfðingjar höfðu
stöðugt augun á henni. 1 hálfa aðra klukkustund skrifaði
hún öldungis viðstöðulaust hverja síðuna af annari, sem
aðstoðarmaðurinn tók jafnharðan og rétti þær prelátunum,
sem varla höfðu við að lesa. Á meðan á þessu stóð kvaðst
hún ekkert hafa vitað hvað gerðist í kring um sig.
Hún tekur það skýrt fram, að hún sé alls ekki á valdi þess,
sem er hinn raunverulegi höfundur þess, sem hún er að