Morgunn


Morgunn - 01.06.1967, Blaðsíða 36

Morgunn - 01.06.1967, Blaðsíða 36
30 MORGUNN Conell skrifaði bókina Healing the Mind, þar sem hann segir frá starfi þeirra og tiiraunum, er oft báru bæði skjótan og undraverðan árangur. Jafnhliða tók gáfa hennar til þess að rita ósjálfrátt skjótum og miklum framförum. Stærsta og sennilega merkasta rit hennar af því tagi nefnist The Scripts of Cleophas í átta bindum. Eru það frásagnir af hinum fyrstu kristnu söfnuðum, og kemur þar fram meiri og nákvæmari þekking á þessum fjarlæga tíma, að dómi hinna lærðustu guðfræðinga, en nokkur möguleiki er á, að hún hefði getað aflað sér á venjulegan hátt. Eftir það rak hver bókin aðra, og er of langt mál að nefna þær hér. Henni segist sjálfri svo frá, að þegar hún ætli sjálf að semja eitthvað eða skrifa, þá sé hún mjög sein að því, og þurfi jafnan að umsemja það og breyta því hvað eftir ann- að. Þegar hún aftur á móti ritar ósjálfrátt, er líkast þvi, að henni sé lesið fyrir, og hún skrifar hverja blaðsíðuna af annari algjörlega viðstöðulaust og með miklu meiri hraða, en henni er eðliiegt. Þegar hún var að semja hina miklu bók sina frá dögum frumkristninnar, sem áður er getið, óskaði dr. Maud biskup í Kensington eftir því að fá að horfa á hana skrifa. Hann tók með sér lærðasta guðfræðing, sem völ var á, dr. Oester- ley prófessor við Lundúnaháskóia, og að auki fimm presta. Hún kvaðst hafa verið bæði hrædd og feimin og búizt við, að alit mundi mistakast. En þegar hún var setzt við borðið með blöðin fyrir framan sig og hafði tekið pennan sér í hönd, en skyggt fyrir augun með hinni hendinni, þá var sem yfir hana kæmi undursamleg kyrrð og ró. Hún varð þess ekki lengur vör, að hinir hálærðu kirkjuhöfðingjar höfðu stöðugt augun á henni. 1 hálfa aðra klukkustund skrifaði hún öldungis viðstöðulaust hverja síðuna af annari, sem aðstoðarmaðurinn tók jafnharðan og rétti þær prelátunum, sem varla höfðu við að lesa. Á meðan á þessu stóð kvaðst hún ekkert hafa vitað hvað gerðist í kring um sig. Hún tekur það skýrt fram, að hún sé alls ekki á valdi þess, sem er hinn raunverulegi höfundur þess, sem hún er að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.