Morgunn


Morgunn - 01.06.1967, Side 10

Morgunn - 01.06.1967, Side 10
4 MORGUNN ávinning, að menn láta ekki trúarlega hleypidóma hefta sig og svipta sig andlegu sjálfstæði og frelsi. Og ég lít á það sem blessun, að menn afþakki leiðsögu í þessum efnum frá sálar- fræði, sem segist ekki til þess vita, að til sé nokkur sál. Hitt er svo aftur sjálfsagt mál, að engan veginn eru allir þess umkomnir, að vega rökin með og móti ódauðleika. Enda mun á flestum sviðum mannlegrar þekkingar svo, að það sem einum eru fullnægjandi rök, verða öðrum ófullnægjandi með öllu. Svo reyndist, þegar upprisufyrirbrigðin voru að gerast í Jerúsalem. Og svo reynist enn í dag. En að meina mönnum að spyrja, er fjarstæða. Fram hjá því verður naumast gengið, að þegar Jesús sá sorg vina sinna, voru einhver síðustu orð hans við þá þau, að brýna þá til að gráta ekki, heldur spyrja: Hvert fer þú? Sú er tízka, að fullyrða, að við þessari spurn sé ekkert svar að fá. „Yfir dauðans djúp hefur enginn aftur komið“, segja menn, og það menn, sem boða kristna trú. Átti sig hver, sem getur, á því fyrirbæri. Fyrir tæpum tveim áratugum andaðist hinn víðkunni kirkjumaður og rithöfundur, Inge dómprófastur við Páls- kirkjuna í Lundúnum. Á banabeði lýsti hann yfir því, að hann hefði enga vissu fyrir þvi, að hann lifði líkamsdauðann, og raunar enga von. Þessi víðkunni gáfumaður þóttist frjáls að því að hafa sínar skoðanir á þessum efnum. Hann hafði löngum farið sinar götur og lítt um það skeytt, hvað öðrum kynni að sýnast. En er unnt að boða kristindóm á þessum forsendum? ,,Þá er ónýt predikun vor og ónýt trú yðar“, sagði Páll postuli, sem raunar var eftirlætisgoð hins viðkunna dóm- prófasts. Páli var ljóst, að þá er allur grundvöllur kristindómsins hruninn, ef páskarnir reynast ekki það bjarg, sem örugg- lega má byggja á. Og Páli var það einnig ljóst, að upprisa Krists verður ekki skilin frá upprisu annarra manna. Ég efa ekki, að Inge dómprófasti hafi verið alvara með því, sem hann sagði á banabeði og víða flaug. Það er engum hægt að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.