Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 10
88
MORGUNN
til slíkrar köllunar, hví skyldi hún þá ekki halda áfram að hirt-
ast á sama hátt? — Hví skyldu slikir menn aðeins hafa verið
uppi í fyrndinni, aðeins tilheyrt fortíðinni? — Hví skyldu slík-
ir atburðir í rauninni aðeins vera hugrænar fornminjar nú á
timum? — Væri það rökrétt að líta svo á, að hin alvísa forsjón,
sem þú á einn eða annan hátt trúir svo mjög á, vilji ekki alveg
eins nú og áður birta hina háu vizku sina gegnum lifandi
menn, láta opinberanir sínar koma í ljós sem staðreyndir í
holdi og blóði í dagsbirtu og rafljósi tuttugustu aldar, eins og á
dögum og nóttum fyrri alda? — Getur sú skoðun verið rökrétt,
að núverandi kynslóðir þurfi síður á því að halda að hljóta op-
inberun hinna miklu sanninda lifsins á sýnilegan hátt, sem
áþreifanlegar staðreyndir í daglegu lífi, en kynslóðir fyrri
tíða? — Er það ekki einmitt staðreynd, að vísindalegur hugs-
unarháttur nútímans grefur undan trúarhæfileikanum, og að
hinum vísindalega hugsandi nútimamanni veitist ekki nærri
því eins auðvelt að ,,trúa“ og þeim, sem bundinn var erfða-
venjum?
V
Jesús bóSar komandi opinberanir.
Þegar maðurinn getur ekki „trúað“ vegna vísindalegrar af-
stöðu sinnar, þá er aðeins um eina leið að ræða, þar sem for-
sjónin getur komið þeim manni til hjálpar, sem svo er ástatt
um, — ekki á þann hátt að vísa til opinberana fyrri tíma, því
að þær hafa ekkert gildi í augum þess, sem ekki getur „trúað“
— heldur þannig, að endurtaka opinberun sína einmitt nú á
timum sem visindalega staðreynd, sýnilega í núlifandi holdi og
blóði, sýnilega í starfi og framferði, aðgengilega einlægri og
hlutlausri rannsókn.
En er það ekki einmitt þetta, sem þin eigin trúarbrögð hafa
kennt þér? — Hafa þau ekki einmitt sagt þér þetta með orðum
Jesú: „Yður er það ekki gefið að skilja þessa hluti, heldur kom-
andi kynslóðum“, — „en huggarinn, andinn heilagi, sem fað-
irinn mun senda í minu nafni, hann mun kenna yður allt og
minna yður á allt, sem ég hef sagt yður“. — „En þegar hann,