Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 19
UPPHAF KOLLUNAR MINNAR
97
að hann hefði haldið öllum þeim sannindum leyndum, sem op-
inberuðust í honum og umhverfis hann, þá hefði auðmýkt hans
eða hlédrægni nálgast óeðli, orðið að hugleysi, andlegu mátt-
leysi. Og leyndardómarnir, sem frelsa skyldu heiminn, hefðu
farið í gröfina með honum.
En við þessar aðstæður, með slíka áhættu fyrir augum, varð
hann að tala í stað þess að þegja, þótt hann með orðum sínum
eða tjáningu gæti með engu móti komizt hjá að afhjúpa sjálfan
sig sem hetjuna, sem þungamiðjuna í eigin frásögn. En þar
sem það var sannleikur, sem varð að segja, og þar sem hann
sjálfur hafði til að bera æðstu þekkingu á þessum sannleika,
var hann einnig sá, sem sjálfur varð að opinbera hann til þess
að sýna með þvi, hvílíkum myndugleika og valdi hann var
gæddur. Og það er „hinn fávisi“ einn, eða sá maður, sem enga
hugmynd hefur um hinar raunverulegu aðstæður, sem þykist
sjá stórmennskubrjálæði, dramb eða sjálfsdýrkun í orðum
Jesú. En þar sem ætíð er nóg af fávizku, og hann var einmitt
hinn eini meðal milljónanna, sem gat sagt þessi orð með mynd-
ugleika, hlaut hann auðvitað undir eins að verða misskilinn af
fjöldanum, vera talinn brjálaður og „krýndur“ háðulega „kon-
ungur Gyðinga" og enn fremur verða limlestur og krossfestur
af blindu ofstæki þessa sama fjölda.
En orð hans urðu sá dýrðarljómi, sem leiftraði út yfir skar-
ann, er krossfesti hann og smáði, og skapaði lýsandi leið út úr
frumstæðri villimennsku. Og enn þann dag í dag leiðbeina orð
hans hugarfari þessa sama skara í átt til stjarnanna. Hugsum
okkur, að hann hefði tekið þann kostinn að þegja. Hugsum
okkur, að hann hefði hræðzt háð og spott fjöldans, morð- og
limlestingartilhneigingar. Lögmál heimslausnarinnar hefðu
þar með að engu orðið. Þá hefðum við ekki átt nú hina miklu
sjúkrahjálp og líknarstarfsemi, sem réttir hjálparhendur til
sjúkra og særðra um allan heim, jafnt í skelfingum vígvall-
anna sem á friðsömum heimilum. Við hefðum ekki búið við nú-
tíma lög og réttarfar, mannúðar- og velgerðarstarfsemi í öllum
myndum, og hvaðeina, sem rúmast í hugtakinu „kristin sið-
menning“ og á uppruna sinn að rekja til orða heimslausnarans,
7