Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 37
HVER VAR FÁST?
115
þráin. Þekkingarþorsti hans á sér rætur i von um bjartari fram-
tið mannsins. Hann er því góðs eðlis. Göthe lætur því sinn Fást
frelsast. 1 afstöðu sinni til þessa skáldverks hafa menn skipzt
í tvo hópa, með og á móti þessum góðu endalokum. 1 hinu
fræga leikriti Christofers Marlowes samtiðai-manns og landa
Shakespeares um Fást fer hann þannig til heljar að lokum.
Þetta glæsilega verk Göthes nýtur sín mjög vel í þeirri stytt-
ingu sem þýzki leikstjórinn Vibach gerði á því fyrir Þjóðleik-
húsið. Það tindrar af vitsmunum skáldsins og víðsýni. Þar sést
hið furðulegasta litróf mannlegra tilfinninga. Fyndni og fúl-
mennska, ást og eigingirni, girnd og göfugmennska, saklausar
skemmtanir alþýðunnar i sveitinni undir berum himni annars
vegar og drykkjusvolasvall og ruddaskapur i fúlum og dimm-
um knæpum hins vegar. Bamsleg og næstum helg trú Mar-
grétar og sakleysi á annan bóginn, en djöfulleg undirferli Me-
fistofelesar á hinn. Þetta er eins og lifandi málverk iðandi af
lifi og fjöri og fullt af andstæðum sem skerpa hver aðra.
En hver var þá hin raunverulega fyrirmynd Fásts leikbók-
menntanna? Hver var maðurinn, sem með lífi sínu verkaði
svona sterkt á hina frægustu leiklistarhöfunda ? Það var fræg-
asti galdramaður, sem sögur fara af, dr. Fást; maðurinn, sem
Goethe gerði ódauðlegan með samnefndu leikriti sínu. Hann
fæddist í afskekktum smábæ, Knittlingen, nálægt borginni
Maulbronn í Baden-Wiittemberg í Þýzkalandi xun svipað leyti
og Jón Arason, síðar biskup hér heima á Islandi.
Síðustu tveir áratugir fimmtándu aldar litu dögun nýrrar
aldar, sem einkenndist af landafundum og uppgötvunum, trú-
máladeilum, endurbótum og vaxandi humanisma. Þetta var
tímabil byltingar Gutnbergs í prentlistinni; þrjátíu ára stríðs-
ins; hinna svörtu bylingafána bændauppreisnarinnar; Coper-
nicusar, Calvins og Cortesar; tímar endurbóta og umbyltinga i
þjóðfélagslegum og heimspekilegum efnum. Stoðir fortiðarinn-
ar riðuðu til falls um öll Vesturlönd.
Það var engu líkara en allur heimurinn léki á reiðiskjálfi.
Ekkert stóðst flóðbylgjur þessara stórkostlegu breytinga. Portu-
galski siglingafræðingurinn Bartolomeus Diaz sigldi fyrir