Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 40
118
MORGUNN
arþögn. En þegar eitt sinn birtist þar afskræmd afturganga
Polyfemusar hins frægasta Kýklópanna, eineygða risans, sem
Ödysseifur blindaði, þá var stúdentunum nóg boðið; þeir þustu
skelfingu lostnir til dyra.
Jafnt háir sem lágir fylltu biðstofu Fásts, sannfærðir um það,
að hann ætti dökkt gler, sem hægt væri í að sjá hluti fjarlæga i
tíma og rúmi. Skjal frá þessum árum sýnir, að sjálfur biskup-
inn af Bamberg greiddi Fást tiu flórínur fyrir upplýsingar um
framtíðina. Ævintýramaðurinn Philip von Hutten, sem tók
þátt í Welser-leiðangrinum til Venezuela, staðfesti það við
heimkomuna, að spár dr. Fásts í sambandi við það sem fyrir
Hutten kom i leiðangrinum i Suður-Ameríku, hefðu reynzt
óhugnanlega réttar. I Corbach-kastala gat hinn framskyggni
Fást nefnt daginn, sem Anabaptistar myndu gefast upp í
Miinster mörgum mánuðum áður en það gerðist, en það var
25. júní 1535.
Marteinn gamh Lúther snerist hins vegar andvígur gegn
Fást, og lýsti því yfir, að með hjálp Almættisins hefði honum
tekizt að verjast þeim illu ásóknum, sem galdrameistarinn
hefði reynt að senda sér.
Samkvæmt skjölum, sem enn eru til, reyndi dr. Klinge, guð-
fræðingm einn í Erfurt, að telja um fyrir villutrúarmannin-
rnn, en allt var það unnið fyrir gýg. Þetta leiddi til þess, að
Fást var útlægur ger i ýmsum borgum, þ.á.m. Numberg og
Ingolstadt. Þá fann Fást hæli í útlegðinni hjá Entenfuss ábóta
í Maulbronn-klaustri, þar sem hann reyndi að búa til gervi-
gull. Fram á þennan dag hefur Fást-tum gnæft yfir þessari
borg. En einangmnin og lapþunnt vínið í klaustrinu var hon-
um ekki að skapi. Hann lagði það því í vana sinn, að laumast
að kvöldlagi eftir leynigöngum frá klaustrinu til þess að slást
í hóp aðdáenda sinna í krá einni í Knittlingen. Þar lék Fást við
hvern sinn fingur og sýndi félögum sínum ótrúlegustu sjón-
hverfingar, sem fullvissuðu alla viðstadda um það, að hér færi
enginn meðalmaður.
Fróðir menn telja, að stundum hafi Fást ferðazt niður eftir
Rínarfljóti. 1 riti einu eftir Hollendinginn Jan Vier, sem var