Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 77
BÆKUR
155
landi, enda þótt það hafi ekki verið sannað. En í Huldufólki er
aftur á móti reynt að draga að því líkur, að hin ævafoma trú á
huliðsvenn- hafi við margt fleira að styðjast.
Þá er forspjall bókarinnar mjög athyglisvert. En þar segir
Árni frá dularfullu fyrirbrigði sem henti hann, þegar hann var
að flytja fyrirlestur í Strandakirkju.
1 þessari ágætu bók er að finna goðsagnir um álfa, elztu álfa-
sögu á fslandi, lýsingar á helgihaldi álfa, búskap huldufólks og
viðskiptum álfa og manna.
Bókin er mjög vel og vandlega gefin út, letur skýrt og gott
og allur frágangur hinn vandaðisti. Kápa, málverk og skreyt-
ingar em eftir son höfundar, hinn ágæta listamann Atla Má
Ámason og eyltur það mjög á fegurð þessa ágæta ritverks. Þeir
sem unna þjóðlegum bókmenntum hljóta að taka undir þá ósk
mína, að Ámi Öla láti hér ekki staðar nmnið, en haldi nú
áfram að auðga íslenzkar bókmenntir með fleiri bókum mn
þetta mjög athyglisverða efni.
UPPHAF OG ÖRLÖG MANNSINS.
Sagan í ljósi dálestra Edgar Cayce.
Höfundur: L. W. Robinson.
Þýðari: Dagur Þorleifsson.
Bókaútgáfan örn og örlygur h.f., Reykjavík.
Káputeikning: Hilmar Helgason.
Prentun: Viðey h.f.
Þessi bókaútgáfa heldur áfram að gefa út bækur um Edgar
Cayce. Ber að fagna því. f Morgni hefur áður verið gerð nokk-
ur grein fyrir ferli og hæfileikum þessa furðulega manns. Á
því er enginn vafi að Cayce er einna allra magnaðastur þeirra
manna ófreskra sem sögur fara af. Það dregur ekki úr forvitni
manna, að þessi sjáandi lifði fram á miðja 20. öld. Það sem gef-
ur lífsstarfi hans alveg sérstakt gildi fyrir nútímann em hinar
vandlega staðfestu og skráðu skýrslm um dálestra hans, sem
varðveittar eru á Virginia Beach. Þangað er endalausan fróð-
leik að sækja og em þær efni í ótal bækur. Vegna frábærlega
vandaðs spjaldskrárkerfis eru þær mjög aðgengilegar þeim, sem
vilja sækja vitneskju til Cayces um þau fjölmörgu málefni, sem