Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 72
ÆVAR R. KVARAN:
Elínborg Lárusdóttir:
FÖRUMENN, II.
Útgefandi: Skuggsjá, 1973.
Nýlega er komið út síðara bindi liins mikla ritverks Elírt-
borgar Lárusdóttur um íslenzka förumenn. 1 heild er þetta rit
629 bls. að stærð, svo hér er feiknamikinn fróðleik að finna
um þetta efni. Önnur útgáfa svo umfagsmikils verks ber vott
um það, að íslenzkir lesendur kunna að taka góðum hókum og
vel skrifuðum. Með þessu ritverki er forðað frá gleymsku geysi-
miklum fróðleik um þessa undarlegu útlaga mannlífsms, sem
margir hverjir voru þó miklum og merkilegum hæfileikum
húnir, en fengu að kenna á því, eins og Grettir, að sitt er hvað
gæfa og gjörfuleiki. Breytir hér engu um, þótt þetta sé skáld-
verk, þvi það er byggt á köldum raunveruleikanum, og í þvi
iiggur einmitt menningargildi þess meðal annars.
Þeim, sem þekkja frú Elínborgu kemur ekki á óvart, þótt
einmitt hún verði til þess að skrifa af samúð og skilningi um
þessa ólánsmenn. Hún hefur alltaf verið málsvari smælingj-
anna. Með þessum bókum hefur Elínborg tryggt það, að ævi
sumra þessara manna, sem af ýmsum voru fyrirlitnir í lifanda
lífi, mun geymast ókomnum kynslóðum lengur en orð og at-
hafnir margra þeirra, sem upp yfir þá þóttust hafnir.
Tilurð þessa ritverks er gott dæmi þess, hvernig verkefni
getur vaxið í meðferð höfundar langt fram yfir það, sem ætlað
er i fyrstu. Það var nefnilega alls ekki ætlun höfundarins upp-
haflega að skrifa slikt verk. Hins vegar sótti á hana sterk löng-
un til þess að skrifa um einn gamlan mann, sem hún kynntist
í æsku. 1 skáldverkinu heitir hann Andrés malari. 1 viðtali við
Mbl. um Förumenn, sem birtist þ. 27. nóv. s. 1. greinir hún