Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 52
130
MORGUNN
Frú Svava Árnadóttir, Reykjavík, á sex ára gamlan dreng,
Árna Sævar, sem fæddur er með fæðingarlömun. Hann hafði
aldrei getað gengið og hvorki haft vald yfir höfði né útlimum.
Til tveggja ára aldurs lá hann í rúminu án þess að geta hreyft
sig. Síðan var reynt að beizla hann við göngugrind eða stól.
Móðir hans varð jafnan að bera hann milli staða. Leitað var til
ýmissa lækna, en þeir kunnu engin ráð við sjúkdómi bamsins
og töldu hann svo mikinn sjúkling, að tæpast væri hægt að
hafa hann heima nema til fimm ára aldurs. Eftir það yrði að
hafa stöðugt eftirlit með honum. Þegar Árni litli var orðinn
fimm ára í fyrra, óaði móður hans vitanlega við þvi að þurfa
að láta barnið frá sér. 1 vonleysi sínu sneri hún sér til Jóniu
Magnúsdóttur, ef hún mætti með hjálp hinna framliðnu
lækna, geta orðið hér að nokkru liði. Þess skal getið, að þegar
hér var komið, var bamið daglega í vörzlu á dagheimili fatl-
aðra og lamaðra við Háaleitisbraut i Reykjavik.
Þá gerist það rúmlega hálfum mánuði eftir að Svava fór með
drenginn sinn til Jóníu, að hún kemur á dagheimilið til þess að
sækja Árna litla. Henni til undrunar og ósegjanlegrar gleði
kemur bamið þó gangandi á móti henni. Spurði hún vitanlega
fóstmrnar hverju sætti, að barnið gæti gengið. Sögðu þær
henni að Ámi litli hefði þegar fyrir nokkrum dögum tekið að
staulast á fætur og síðan tekið daglegum framförum. Þótt móð-
ir hans hefði eðlilega heimsótt hann daglega, hafði hún aldrei
séð þetta, af þeirri einföldu ástæðu að hún tók bamið jafnan í
fangið, eins og venjulega. Fóstrurnar héldu hins vegar að hiin
vissi um þetta. En þetta kom henni alveg á óvart. Má nærri
geta um fögnuð móðurinnar eftir fimm ára vonleysi um heilsu
barnsins. Siðan hefur Árni litli tekið hægum en stöðugum
framförum, og er móðir hans ekki í minnsta vafa um, að þessi
ótrúlegi bati eigi einungis rætur sinar að rekja til þeirrar hjálp-
ar sem hinir framliðnu læknar hafi veitt baminu fyrir milli-
göngu og tilstilli miðilsins Jónínu Magnúsdóttur.
Hér kemur síðara dæmið. 1 vörzlu Morguns er langt bréf
frá foreldmm í Kópavogi, sem rekja þar næstum ótrúlega