Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 78
156
MORGUNN
þar eru varðveitt og vitruðust þessuxn ófreska manni í dá-
svefni. Margir höfundar hafa þegar notfært sér þetta og
streyma nú bækur á markaðinn mn hin margvíslegustu efni.
Er hér að ræða um slíkan Mímisbrunn, að með ólíkindinn má
telja. Hvað sem menn annars kunna að halda um þessi dul-
rænu efni, þá leyfir sér enginn að rannsökuðu máli að véfengja,.
að þarna er mjög merkilega þekkingu að finna. Og eru spádóm-
arnir, sem ótrúlega margir hafa ræzt bókstaflega, ekki hvað sízt
forvitnilegir og merkilegir.
Þessi bók er skrifuð af rithöfundinum Lytle Webb Robinson,
sem lagt hefur fyrir sig rannsóknir á dulrænum efmnn í tvo
áratugi. Hann hefm- skrifað mjög mikið um Cayce og flutt fyr-
irlestra um efnið m.a. í Sovétrikjunum, en i því landi mun nu
vera varið mestu fé af hálfu ríkisvaldsins til rannsókna dul-
rænna fyrirbæra og óþekktra afla i manninum.
Þetta er alveg sérstaklega skemmtileg og fróðleg bók. Af
þeim sjö bókum, sem sá er þetta ritar hefur lesið um Cayce, er
þessi bezt, að undantekinni bók sálfræðingsins Ginu Cerminara
Margar vistarverur. Hér er tekin fyrir andleg og efnisleg þró-
un mannkynsins, og er það hrífandi lestur.
Fyrsti hluti bókarinnar fjallar um hin forsögulegu tímabil
sköpunarinnar og komu mannsins í heiminn, hið sagnfræga At-
lantis og Egyptaland hið foma. Efni annars hluta er rnn land-
nám Atlanta í Suður-, Mið- og Norður-Ameríku. Þama óx á
undraskömmum tíma hámenning úr frumstæðum samfélögum,
og er hér komið með nýjar skýringar á þeirri grósku.
Þriðji hluti bókarinnar, sem frá sjónarhóli nútimans mundi,
eins og segir á kápu, teljast mikilvægastur og verðastur eftir-
tektar, er um þá félagslegu, stjórnmálalegu og efna'hagslegu
ólgu, sem hrjáir mannkynið á þessum tímum. 1 bókinni eru
þessi fyrirbæri skýrð sem eðlilegar afleiðingar hins liðna, og
jafnframt er spáð um það, sem gerast kann fyrir og eftir árið
1998, þegar gagnger umskipti munu eiga sér stað. Hér eru
færð ný rök fyrir kenningunum um karma og endurholdgun,
og reynt að lýsa hvernig endanlegt takmark mannssálarinnar
öðlist nýja og dýpri merkingu.