Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 8
86
MORGUNN
staðreynda, algerlega sjálflifaðrar reynslu, getur þú talað af
þekkingu.
En strax á því sviði, þar sem þú „trúir“ aðeins, getur þú ekki
lengur verið dómbær. Hér byggir þú á því, sem aðrir hafa sagt
þér, sem aðrir hafa skrifað. Með öðrum orðinn, hér ert þú að-
eins lærisveinn, lærlingur, nemi. Þú hefur ekki náð því þroska-
stigi, að þú sért fullnuma. Þú hefur ekki ennþá hlotið náms-
skírteini, ekki útskrifazt, ekki tekið sveinspróf.“
En er þá ekki eðlilegra og þess vegna ástúðlegra, að neminn
viðurkexmi réttilega þessa aðstöðu sína, sem hlýtur að vera í
því fólgin að „hlýða á“, í stað þess að telja sig færan um að
koma fram sem „dómari“, sem „fræðari“, og því í rauninni
þótt óafvitandi sé, gerast „falskur“ meistari eða fræðari? Þegar
sá er „trúir“ vill fara að kenna þeim sem „veit“, er það rétt
eins og neminn ætlaði að kenna meistaranum. Slík afstaða er
óeðlileg, og allt sem óeðlilegt er, er andstætt kærleikanum. Sá
er „trúir“ syndgar gegn eigin sannfæringu með því að setja
ofan í við þann er „veit“, og skiptir engu máli þótt hann geri
það í grandaleysi.
En er það ekki lika vegna þessa, að skrifað stendur: „Dæmið
eigi, því að með þeim dómi, sem þér dæmið aðra, munuð þér
einnig dæmdir verða“ ? —
Sá er þetta veit í raun og sannleika, hann dæmir ekki um
það, sem hann ekki „veit“. Þeim ber því ekki að dæma, sem
„trúir“. Það geta aðeins verið réttmæt forréttindi þess sem
r/veit“.
III
Þeir sem frásögnin um upphaf köllunar minnar er æíluð.
Ef þér berst í hendur eftirfarandi frásögn, sem segir frá nú-
verandi æviskeiði minu i stórum aðaldráttum, er hefur þróazt
sem óslitin, stórfengleg opinberun guðdómlegrar vizku, stöðug
mnbreyting trúar í þekkingu, þá minnztu þess, að samkvæmt
ofansögðu á þessi frásögn ekki erindi til þín, ef þú fyrirfram