Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 58
136
MORGUNN
DRAUMUR
Snemma í febrúar 1944 fórst hér við Vestmannaeyjar bátur,
sem hét Njörður. Formaður á bátnum var Guðni Jónsson,
Vegamótiun í Vestmannaeyjum. Ég hafði aldrei séð Guðna.
Hann lét eftir sig konu og fjögur böm, yngsta barnið var þriggja
ára, það elzta 10 ára.
Um þessar mvmdir hafði ég prjónað nokkur pör af sokkum
og vettlingum, sem ég ætlaði að gefa í einhverja hjálparstarf-
semi úti í heimi. En er safnað var og sent hafði gleymzt að taka
sendinguna frá mér. En eina nótt, rétt eftir að Guðni drukknaði,
dreymir mig að bömin hans em komin með hosumar og vettl-
ingana, sem ég hafði prjónað. í vöku þekkti ég ekki börnin. En
í draumnum vissi ég að þetta voru börn Guðna heitins á Vega-
mótum. Morguninn eftir fór ég til Sólveigar Jónsdóttur, sem er
gift bróður ekkjunnar á Vegamótum, Haraldi Eiríkssyni raf-
virkjameistara — þau eru nii búsett í Reykjavík — og sagði
henni drauminn og spyr hana hvort að Anna mágkona hennar
muni ekki vilja fá hosumar og vettlingana á bömin. Sólveig
segir, að fátt muni koma henni betur. Bið ég hana þá að koma
þessu til herrnar, sem og hún gerði að mig minnir sama dag og
ég talaði við hana.
Litlu siðar dreymir mig Guðna aftur og segir hann við mig:
,,Ef þú ætlar að gefa börnunum mínum eitthvað, þá skaltu
hugsa mest — og helzt eingöngu — um eitt þeirra. Taktu mið-
drenginn. Hann á erfiðast af bömunum mínum“.
Þegar ég vaknaði mundi ég svo vel hveraig útlits hann var.
En eins og áður er um getið, sá ég hann aldrei héma megin. Ég
fór nú aftur til frú Sólveigar og sagði henni drauminn og lýsti
Guðna. Sagði hún að lýsingin væri mjög nákvæm. Sömuleiðis
sagði ég Guðjóni manni mínmn drauminn, en hann þekkti
Guðna. Sagði Guðjón að þetta væri ágæt lýsing á Guðna.
Sólveig sagði, að víst væri það rétt að drengurinn, sem Guðni
tiltók, ætti erfiðast. Hann væri 6 ára og hefði alltaf verið svo
liændur að föður sinum og nú saknaði hann hans svo sárt og
gæti ekki skilið hvers vegna hann hvarf svo skyndilega.