Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 7
UPPHAF KOLLUNAR MINNAR
85
segja skilið við opinberar skoðanir alniennings, sem eru þeim
ófrávíkjanleg, óskráð lög, eða sá göngustafur, sem þeir verða
ennþá að notast við til þess að halda sér uppréttum i trúarleg-
um efnum, á meðan þeir eru ennþá of ósjálfstæðir í hugsun til
þess að geta gengið hjálparlaust um völundarhús lifsgátunnar.
Án stuðnings hinna gömlu trúarlegu erfðavenja og kenninga
hlyti lífið að verða þeim eyðimörk, þar sem þeir mættu sig
hvergi hræra og mundu andlega séð svelta til bana eða farast
hörmulega á annan hátt.
II
DæmiS eigi.
Þessi frásögn mín er ekki skráð handa ofannefndri mann-
gerð. Ef hún á einn eða annan hátt skyldi samt sem áður ber-
ast þeim í hendur, þá vildi ég strax segja þeim þetta:
„Haltu þér fyrir alla muni að þeim trúarbrögðum, sem eru
þér lífið eða hamingjan, sem þú telur veginn, sannleikann og
lífið.
Láttu þér ekki detta í hug, að ég vilji í einu einasta atriði
hrófla við æðsta lífsgrundvelli þínum. Ég óska þess yfirleitt
ekki að veikja trú nokkurs einasta manns á það, sem er i sann-
leika fagurt og göfugt, satt, og þess vegna ástúðlegt, guðdóm-
lega örvandi í daglegri tilveru.
En minnztu þess, að það væri brot á kærleikslögmálinu að
dylja þig þess, að þekking er takmörkuð, og að utan þessara
takmarka ert þú umluktur svæði, þar sem þú samkvæmt því
getur ekki „vitað“, og hlýtur þvi óhjákvæmilega aðeins að
„trúa“. Utan þess svæðis ert þú aftur umluktur óendanlegu
svæði, þar sem þekkingarleysi þitt er algert eða fullkomið vit-
undarleysi, eins og dimmasta nótt. Hvað þessi dimma nótt kann
að bera í skauti sínu, veizt þú ekkert um. Þú getur því ekki haft
myndugleika eða réttmæta eiginleika til þess að dæma um frá-
sagnir eða birtingar frá þessu svæði, sem þú ert gersamlega
ókunnur. Aðeins á 'þvi litla sviði eða umhverfi, þar sem þú
stendur föstum fótum á grundvelli algerlega stærðfræðilegra