Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 69
í STUTTU MÁLI
147
ast um. Allt virtist leika í lyndi með hjásetuna, ærnar lausspakar
við að kýla sina vömb á góðgresinu; það var þvi tilvalið að
labba upp á bóbnn og sjá hvað væri hinum megin við hann.
Ekki höfðum við lengi gengið í áttina upp á hóhnn, er okkur
varð litið til baka, svona til að sannfærast um það einu sinni
enn, að allt væri í lagi með æmar okkar. Jú, jú, við sáum það
fljótlega að allt var eins og það átti að vera. En við sáum fleira.
Okkur til mikillar ánægju sáum við margt fólk við heyskap rétt
utan til við ána. Þetta hlyti að vera Brekkufólkið. Það var búið
að reisa griðarstórt tjald.
Heyskapurinn fór þannig fram, að rakað var á reipin. Það
voru þrir karlmenn, sem slógu, einn batt. Þrjár konur við rakst-
ur en strákur, svona á að gizka tólf ára, fór á milli, hestar voru
margir með reiðingum og var verið að teyma þá að sátunum.
Við hættum alveg við Sjónarhólsgönguna, það var mikið
meira spennandi að fá að líta inn i tjaldið hjá Brekkufólkinu og
sjálfsagt fengjum viðnú kaffisopa og kandísmola eða einhverjar
viðlíka trakteringar. Við héldumst í hendur og hoppuðum af stað
í áttina til fólksins, sem var mjög stutt leið. Það var svo mikil
kæti i okkur yfir þessu einstæða happi, að hitta okkar ágætu
granna hér á fjöllum uppi, að við gátum helzt ekki gengið eðli-
lega, við urðum að hoppa, hlaupa og stökkva. Áður en varði vor-
um við komin að ánni.
Fólkið kepptist við heyskapinn á árbökkunum hinmn megin,
það virtist ekkert taka eftir okkar, sem vorum að sniglast á ár-
bakkanum Hvituhlíðarmegin, leitandi að stað, þar sem bezt
væri að fara yfir. Við þurftum ekki lengi að leita, það var malar-
eyri þarna rétt gegnt því, sem fólkið var, þar var áin hræ grunn
og þar ætluðum við yfir. En þá gerði svo kolsvarta þoku að við
sáum ekki neitt, þokan virtist fara með geysi hraða fram ána.
Þetta stóð ekki nema augnablik, áður en varði var orðið albjart.
Við skildum hvorki upp né niður í þessu, við stóðum kyrr í sömu
sporum og héldumst í hendur. Þokan var horfin, en hún hafði
tekið með sér fólkið, hestana, heyið, allt saman. Nei, ekki okkur
og ekki æmar okkar. Þær voru þama enn þá, við rákum þær