Morgunn


Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 62

Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 62
140 MORGUNN ar. Þetta var nú ofurlítill útúrdúr. Byrja ég þá sögu mina aft- ur þar sem ég er komin á móts við hesthúsdymar. Standa þær opnar, en vinstra megin við þær sé ég standa hest, og þekki ég strax að það er Jarpur gamli, vinur minn sem aldrei lét mig elt- ast við sig eins og hinir kláramir, og stóð alltaf grafkyrr þegar ég var að hnoðast á bak honum. Þó að ég væri að flýta mér, tók ég eftir þvi að Jarpur hlífði öðrum afturfæti og hengdi höfuðið þreytulega. Ég skipti mér ekkert af klárnum, en flýtti mér heim í bæ. Jú, pabbi var kominn, og ég var ekki sein á mér að þjóta upp í fangið á honum og heilsa honum. Eitthvað var ég nú að skoða vaminginn, og sennilega að maula eitthvað sem pabbi hefur stungið upp í mig. En loks fór ég að minnast á Jarp gamla, og spurði pabba hvort ég ætti ekki að láta hann inn, hann hefði verið svo þreytulegur. Ég sá, að pabbi og mamma htu einkenni- lega hvort á annað. Loks sagði pabbi: „Vert kyrr inni, góða min, ég fer sjálfur og læt inn hestana. Að svo mæltu gekk hann út. Eitthvað fórum við mamma að tala saman, og man ég, að hún sagði að mér hefði áreiðanlega missýnst áðan er ég hefði þótzt sjá Jarp gamla við hesthúsdyrnar. Klárinn hefði meiðst á fæti, og pabbi orðið að skilja hann eftir fjorir norðan. Seinna vissi ég, að pabbi hafði selt hestirm til afsláttar, sem kallað var, en sett það skilyrði að honum væri lógað strax. Það fréttist síð- ar. Dregizt hafði fram á kvöld daginn eftir að kaupin vom gjörð að farga hestinum, en það mun hafa verið um svipað leyti og ég sá hann standa við hesthúsdyrnar með svo dapurlegu yf- irbragði. Gunnhildur Sveinsdóttir. DRAUMUR Það hefur fylgt mér síðan ég var smábarn að dreyma og verða vör við ýmislegt sem ég komast að með aldrinum að ég var ein um. Þess vegna var ég snemma ein og innilokuð og sagði aldrei neinum neitt, nema pabba mínum. Hann sneypti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.